Fréttablaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 64
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is Kolbeins Marteinssonar n Bakþankar Á þessari baksíðu hef ég áður ritað um mikilvægi þess að við hrósum meira því sem vel er gert. Ég hef bent á að sökum þess hversu lítið við hrósum hvert öðru hér á landi þá er íslenskt hrós miklu verð- mætara en víða annars staðar, þar sem innihaldslaus hrós eru hluti af venjum og daglegum samskiptum. Ástæða þess að ég fór að hugsa um hrós er spurning dóttur minnar um besta hrósið sem ég hefði fengið um ævina. Ég hef fengið nokkur hrós en það er eitt sem stendur upp úr og ástæða þess að ég man það er tímasetningin og hver það var sem hrósaði. Eftir að hafa verið hluti af síðustu kynslóðum íslenskra borgarbarna sem send voru í sveit man ég til- finninguna sem fylgdi því að vera hrósað fyrir dugnað eftir brös uga byrjun í sveitinni, mínu fyrsta alvöru starfi. Þá áttaði ég mig á því að á vinnumarkaði ertu fyrst og síðast dæmdur af því hvernig þú vinnur verkin og hvert viðhorf þitt er til vinnu. Þegar Óli bóndi sagði að ég væri ekki sá aumingi sem hann hélt í fyrstu og sagði mig dug- legan, man ég enn tilfinninguna sem hríslaðist niður hrygginn. Um leið rétti ég úr bakinu og kinkaði ákveðið til hans kolli um að ég hefði meðtekið skilaboðin. Síðan hafa bæst við nokkur svona atvik til viðbótar, þegar samtímamenn mínir og konur hafa sagt eitthvað fallegt við mig einmitt þegar ég þurfti mest á því að halda. Það að fólk hafi haft trú á manni jafnvel þegar framtíðin var kannski ekki teppalögð á beinu brautinni, skipti máli. Þetta eru hrósin sem breyttu forritinu í hausnum á mér og sem ég man enn þann dag í dag. Af því rétta fólkið sagði þau á réttu augna- blikunum. Vertu þannig fólk. n Af hrósi Hjá okkur fæst íslensk sígræn Stafafura frá Skógræktinni Trén eru ræktuð án eiturefna, enginn áburður er notaður við ræktun fyrir utan 10-15g á hvert tré við gróðursetningu. Flutningsleiðin er stutt og er stafafuran því mun umhverfis- vænni kostur en innflutt tré. Að minnsta kosti 10 tré eru ræktuð í stað hvers trés sem fellt er sem jólatré. Stafafura er vinsælasta íslenska jólatréð og er einstaklega barrheldin og ilmandi. Stafafura 100-150 cm Stafafura 151-200 cm Þú finnur Jólagjafa- handbókina á byko.is 4.650 kr. vnr. 41140101 8.950 kr. vnr. 41140104 B ir t m eð fy ri rv ar a um p re nt vi ll ur o g/ eð a m yn da br en gl . Allt fyrir jólin á einum stað Jólablað Skoðaðu blaðið á netto.is NÁTTÚRUVÆN EINANGRUN ÚR ÍSLENSKRI ULL BYLTING Á HEIMSVÍSU icewear.is ULLARJAKKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.