Fréttablaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 32
Aðventan er einn fallegasti tími ársins og margir halda mikið upp á aðventuna í ljósi þess að þá er hægt að skreyta og lífga upp á dimm- asta skammdegið með fal- legum jólaljósum og hlýjum hlutum sem gleðja augað. sjofn@frettabladid.is Bryndís Stella Birgisdóttir innan- hússhönnuður, sem ávallt er kölluð Stella, er mikill fagurkeri og nýtur þess að hafa fallegt í kringum sig, sérstaklega á aðventunni. Hún heldur í þann sið að skreyta fyrir hverja aðventu en á það til að skipta um þema og liti. „Ég nýt þess að verja aðventunni með fjölskyldu og vinum. Hver jól er ég með ákveðið jólaþema sem breytist ár frá ári. Núna í ár lýsir jólaþemað í náttúrulegu ræturnar. Kanilstangir, hör, hráar greinar og silkifura eru efniviður sem falla undir þemað,“ segir Stella, sem nýtur hverrar stundar þegar hún setur upp aðventuna. Þegar Stella er spurð hvar hún hafi fengið innblásturinn að upp- stillingunum segist hún hafa verið heilluð af ákveðnum litum sem hafi komið hugarfluginu af stað. „Leirbrúnir litir og hráleikinn heilla mikið og voru kveikjan að uppstillingunum,“ segir Stella, sem hefur næmt auga fyrir fallegum og frumlegum uppstillingum sem fanga augað. „Hlutir sem koma úr ólíkum áttum mynda eina heild þegar þeim er raðað rétt saman. En ég nota vasa, luktir og potta sem ég hef átt til margra ára sem hluta af þemanu,“ segir Stella og finnst skipta máli að geta nýtt þá hluti sem þegar eru til staðar og það þurfi alls ekki að kaupa allt nýtt. Stella leggur mikla áherslu á sam- veruna um jólin. „Jólin eru fyrst og síðast kærkominn tími til að styrkja fjölskylduböndin og létta okkur lífið í svartasta skammdeginu. Kertaljós, greniilmur og nærvera vina og fjölskyldu er það sem nærir sálina. Jólahátíðin minnir okkur á sigur ljóssins yfir myrkrinu.“ n Leirbrúnir litir og hráleikinn heilluðu Bryndís Stella Birgisdóttir innanhússhönnuður, sem ávallt er kölluð Stella, er mikill fagurkeri og nýtur þess að hafa fallegt í kringum sig þar sem einfaldleikinn er í fyrirrúmi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Leirbrúnir litir og hráleiki leika stórt hlutverk í jólaþemanu í ár hjá Stellu. Voffi lætur fara vel um sig á gólfinu þar sem horft er úr eldhúsinu. Sófi og mismunandi hægindastólar. Skemmtilegt að brjóta upp stílinn. Glæsilegt baðherbergi hjá Stellu. Stofan er mjög rúmgóð og nýtist vel. Jólaskrautið er lágstemmt en hlý- legt og nýtur sín vel hjá Stellu. Leirbrúnu tauservíetturnar koma vel út á hátíðarborðinu þar sem svart, grænt og kanill koma við sögu, á móti ljósum litum. Á efri hæðinni, sem er að hluta undir súð, er gott rými. Eldhúsið er glæsilegt, en hægt er að loka því alveg. 4 kynningarblað 9. desember 2021 FIMMTUDAGURHÆGINDASTÓLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.