Fréttablaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 10
51% yngstu kynslóðar drekkur orkudrykki en 3 prósent þeirra elstu. 74-87% Íslendinga eru ánægð í vinnunni. 10% þeirra elstu kaupa notuð föt en þriðjung- ur hinna yngstu. Kristinn Haukur Guðnason kristinnhaukur @frettabladid.is 27% 24% 52% 66% 73% 76% 48% 34% Telur þú þig trúaða(n) eða ekki trúaða(n)? 15-24 ára 25-40 ára 41-56 ára 57-75 ára n Tel mig trúaða(n) n Tel mig ekki trúaða(n) Hversu miklar áhyggjur hefur þú af andlegri heilsu þinni? 15-24 ára 25-40 ára 41-56 ára 57-75 ára n Mjög litlar n Frekar litlar n Hvorki né n Frekar miklar n Mjög miklar 13% 12% 25% 35% 18% 27% 25% 27% 27% 24% 23% 24% 27% 27% 23% 12% 16% 11% 4% 3% Hversu miklar áhyggjur hefur þú af líkamlegri heilsu þinni? 15-24 ára 25-40 ára 41-56 ára 57-75 ára n Mjög litlar n Frekar litlar n Hvorki né n Frekar miklar n Mjög miklar 13% 30% 28% 24% 4% 19% 12% 26% 33% 24% 25% 20% 24% 11% 10% 29% 23% 32% 7% 6% Hversu miklar áhyggjur hefur þú af fjárhag þínum? 15-24 ára 25-40 ára 41-56 ára 57-75 ára n Mjög litlar n Frekar litlar n Hvorki né n Frekar miklar n Mjög miklar 21% 27% 24% 20% 7% 33% 28% 21% 15% 4% 11% 12% 21% 29% 29% 22% 30% 25% 9% 11% Hversu mörg glös af áfengi drekkur þú á viku að jafnaði? 15-24 ára 25-40 ára 41-56 ára 57-75 ára n Ekkert n Minna en eitt glas n 1-3 glös n 4 glös eða meira 7% 40% 14% 18% 20% 24% 32% 31% 26% 29% 30% 25% 25% 23% 26% 29% Ungt fólk hefur áhyggjur af andlegri heilsu sinni og drekkur orkudrykki, en það eldra er hamingjusamt og drekkur áfengi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegri mælingu Prósents á íslenskum kynslóðum. SAMFÉLAG Ný mæling Prósents sýnir reginmun á kynslóðum Íslendinga þegar kemur að afstöðu, áhyggjum og líferni fólks á sumum sviðum, en merkilega lítinn á öðrum. Til að mynda eru áhyggjur af andlegri heilsu langtum meiri hjá yngri kynslóðum en hjá þeim eldri, og er sá munur í tugum prósenta. Hins vegar eru áhyggjur af líkam- legri heilsu nokkuð svipaðar. „Við vildum meðal annars sjá hvernig þessi yngsta kynslóð sem er að koma upp er að hegða sér, til þess að fyrirtæki og stofnanir sem við vinnum með geti áttað sig betur á viðhorfi þeirra og vera betur í stakk búin til að uppfylla þarfir þeirra. Einnig höfum við fundið fyrir mik- illi eftirspurn stjórnenda á íslensku kynslóðamælingunni hjá okkur,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents. Yngstu með mestar áhyggjur Fyrst var unnið með rýnihópa til að móta spurningarnar sem lagðar voru fyrir fólk á öllu landinu í sumar og haust. Svörunum, um 1.600 tals- ins, vigtuðum með tilliti til kyns, búsetu og f leiri hluta, var dreift á fjórar kynslóðir: Z-kynslóðina (15 til 24 ára), Y-kynslóðina (25 til 40 ára), einnig betur þekkta sem aldamóta- kynslóðina, X-kynslóðina (41 til 56 ára) og Uppbyggingarkynslóðina (57 til 75 ára), sem á ensku kallast Baby Boomers. „Athyglisvert er að mælingin sýnir mjög mismunandi mun út frá því sem spurt var um og veitir góða innsýn inn í hugarheim Íslendinga,“ segir Trausti. Tæplega helmingur landsmanna, 40 til 45 prósent í öllum fjórum kyn- slóðunum, hefur litlar áhyggjur af líkamlegri heilsu sinni og í kringum fjórðungur hvorki né. Kynslóða- munurinn er lítill en athygli vekur að elsta fólkið hefur minnstu áhyggjurnar, aðeins 24 prósent hafa frekar miklar áhyggjur og 4 mjög miklar. Þessi hópur hefur hins vegar mestar áhyggjur af Covid-19, enda í mesta áhættuhópnum. 36 prósent 57 til 75 ára hafa miklar áhyggjur. Konur hamingjusamari Kynslóðabilið er mjög skarpt þegar kemur að áhyggjum af andlegri heilsu. 43 prósent þeirra yngstu hafa miklar áhyggjur, en 31 prósent litlar. Til samanburðar hafa 15 pró- sent þeirra elstu miklar áhyggjur af andlegri heilsu sinni, en 62 prósent litlar. Konur hafa almennt meiri áhyggjur af heilsu sinni, líkamlegri og andlegri, einkum konur á höfuð- Mældu muninn á milli íslenskra kynslóða Niðurstöður úr nokkrum mælingum Prósents Aldamóta- kynslóðin (Millennials) og Uppbygg- ingarkynslóðin (Baby Boomers) eru ólíkar, en eiga líka margt sameiginlegt. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY borgarsvæðinu sem aðeins hafa grunnskólapróf. Fjárhagsáhyggjur leggjast einn- ig þyngra á konur en karla. 33 pró- sent kvenna á aldrinum 41 til 56 ára hafa miklar áhyggjur af peningum samanborið við 22 prósent karla. Áhyggjurnar eru almennt minni hjá fólki með háskóla- eða iðnmenntun. Þessi kynjamunur í áhyggjum endurspeglar hins vegar ekki ham- ingju fólks samkvæmt mælingunni, því að f leiri konur sögðust ham- ingjusamari en karlar. Munurinn var þó ekki mjög mikill og almennt séð mælist hamingja þjóðarinnar mjög hátt. 81 prósent elstu kynslóðarinnar er hamingjusamt en aðeins 3 pró- sent óhamingjusöm. Eini hópurinn þar sem fleiri mældust óhamingju- samir er karlar 25 til 40 ára með grunnskólapróf, það er 41 prósent á móti 35. Karlar drekka líka meira áfengi en konur, einkum eldri karlar. 37 pró- sent karla 41 til 56 ára drekka 4 glös eða meira á viku, en aðeins 15 pró- sent kvenna. Yngsti aldurshópurinn drekkur áberandi minnst og 40 pró- sent þeirra aldrei. Hjá yngsta hópn- um snerist hins vegar kynjahlut- fallið við og karlar drekka minna. Langflestir borða kjöt Þegar spurt var um mataræði voru f lestar grænmetisætur og græn- kerar (vegan) í tveimur yngstu kyn- slóðunum, þó aðeins samanlagt 6 prósent í hvorri kynslóð. Græn- kerar finnast varla á landsbyggðinni nema í yngsta aldurshópnum, 3 pró- sent. Hlutfall þeirra kjöttegunda sem fólk neytir er nokkuð svipað, á bilinu 84 til 95 prósent þegar um er að ræða fisk, alifugla-, lamba- og nautakjöt en á milli 73 til 79 prósent þegar kemur að svínakjöti. Þrátt fyrir að svo margir neyti dýraafurða hefur meirihluti lands- manna áhyggjur af umhverfis- málum. 71 prósent 15 til 24 ára hafa áhyggjur af hlýnun jarðar, þar af 32 prósent mjög miklar. Hlutfallið er hátt hjá eldri kyn- slóðum líka en lægst hjá 41 til 56 ára, 58 prósent. Þetta er einnig kyn- slóðin sem er síst viljug til þess að greiða meira fyrir umhverfisvænar vörur. 31 prósent sagði beinlínis nei við þeirri spurningu, en hlut- fallið var á milli 23 til 26 prósent hjá hinum kynslóðunum. Þegar kemur að trú mátti sjá yngri kynslóðirnar trúa langtum minna á æðri máttarvöld en eldri. 24 prósent 25 til 40 ára telja sig trúuð, en rúm- lega tvöfalt f leiri, 49 prósent, eru þó í þjóðkirkjunni og 21 prósent í öðrum söfnuðum. Þriðjungur hinna elstu telur sig trúlausan en aðeins 11 prósent eru utan trúfélaga. n 10 Fréttir 9. desember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ 9. desember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.