Fréttablaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 6
Hávaxtaskuldabréfum Alvo- tech var breytt í hlutafé á mjög háu gengi í sumar. olafur@frettabladid.is VIÐSKIPTI Í lok september námu skuldir systur-lyfjafyrirtækjanna Alvotech og Alvogen við Oaktree Specialty Lending Corporation, systurfélag Oaktree Acquisition Corp. II sem er að sameinast Alvo- tech, 120 milljónum dala, eða ríf- lega 15 milljörðum króna, á vaxta- kjörum sem endurspegla að um áhættulánveitingu sé að ræða. Í gær var tilkynnt um samruna Alvotech við Oaktree Acquisi- tion Corp. II, sem er sérhæft yfir- tökufélag (e. SPAC) og fyrirhugaða skráningu sameinaðs félags á NAS- DAQ-markaðinn í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá Alvotech kom jafn- framt fram að viðskiptin myndu skila fyrirtækinu um 450 millj- ónum Bandaríkjadala, sem skiptist þannig að 250 milljónir komi úr sjóðum Oaktree Acquisition Corp. II, 150 milljónir með beinni hluta- fjáraukningu frá alþjóðlegum fjár- festum og 50 milljónir koma frá núverandi hluthöfum. Heildarvirði sameinaðs fyrirtækisins er sagt vera 2,25 milljarðar dala. 25. júní 2021 tilkynnti Alvo- tech að eigendur 300 milljóna dala skuldabréfaflokks, sem gefin voru út í desember 2018, hefðu fallist á að breyta um fjórðungi skulda- bréfanna í hlutafé. Með áföllnum vöxtum var fjárhæðin sem breytt var í hlutafé 106 milljónir dala, sem endurspeglaði 2,7 milljarða dala verðmæti fyrirtækisins, samkvæmt fréttatilkynningu. Þessi mikla lækkun á verðmati fyr- irtækisins á aðeins hálfu ári skýrist meðal annars af því að fjárfestar nú koma með reiðufé inn í fyrirtækið, en í júní var einungis um umbreyt- ingu skulda í hlutafé að ræða. Oaktree Acquisition Corp. II er dótturfélag Oaktree Capital Group, LLC og stofnað á Cayman-eyjum. Annað dótturfélag Oaktree Capital Group, LLC er Oaktree Specialty Lending. Eins og önnur fjármálafyrirtæki skilar Oaktree Specialty Lending Corporation bandaríska fjármála- eftirlitinu (SEC) reglulega ítarlegum skýrslum um starfsemi sína. Skýrsl- ur þessar, sem nefndar eru 10-K, eru mun nákvæmari og ítarlegri en árs- og árshlutareikningar, en engu að síður opinber gögn. Í nýjustu 10-K skýrslu Oaktree Specialty Lending Corporation kemur fram að 30. september síðast- liðinn átti félagið fjögur svonefnd PIK-skuldabréf útgefin af Alvotech. Öll bera bréfin 15 prósenta fasta ársvexti. Verðmæti þeirra er um 80 milljónir dala og er um helm- ingur fjárhæðarinnar á gjalddaga í desember 2023 og helmingurinn í júní 2025. Þessi skuldabréf munu vera hluti 300 milljóna skuldabréfa- flokksins frá 2018. Nánast eingöngu fyrirtæki sem teljast í mjög áhættusömum rekstri, eins og til dæmis sprotafyrirtæki, gefa út PIK-skuldabréf, enda eru vextir þeirra jafnan mun hærri en traustari fyrirtækjum stendur til boða. PIK-lán líkjast um margt verðtryggðum íslenskum lánum, þar sem yfirleitt er heimilt að bæta vöxtum við höfuðstól þeirra fremur en að greiða þá jafnóðum. Einnig kemur fram í 10-K skýrsl- unni að Oaktree Specialty Lending Corporation á fjögur veðskulda- bréf á fyrsta veðrétti sem gefin eru út af Alvogen, systurfélagi Alvotech. Verðmæti þeirra er um 40 milljónir dala og vextir eru breytilegir með LIBOR-vöxtum og 5,25 prósenta álagi. Samkvæmt upplýsingum frá Alvotech eru þessi skuldabréf Alvo- tech og samrunanum óviðkomandi. Samanlögð f járhæð þessara skuldabréfa er 120 milljónir dala, en fjárhæðin sem nýir alþjóðlegir fjárfestar ætla að leggja nýju sam- einuðu félagi Alvotech og Oaktree Acquisition Corp. II til, er 150 millj- ónir dala. n LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–17 | www.forlagid.is Taugatryllir Ný glæpasaga eftir háspennudrottninguna Lilju Sigurðardóttur Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið Rafbók HljóðbókInnbundin elinhirst@frettabladid.is DÝRAVERND „Mjög margir neytendur nú til dags eru í engum tengslum við framleiðsluna. Við verðum að fræða fólk um þetta,“ segir Ólafur Dýr- mundsson, búvísindamaður. Ólafur hefur unnið að dýravel- ferðarmálum og starfaði sem sér- fræðingur innan Bændasamtakanna um langt árabil. Rætt var við Ólaf á Fréttavaktinni á Hringbraut í gær- kvöldi. „Við erum alltaf að biðja um ódýrari og ódýrari matvæli, en það eru skuggahliðar á þessu. Krafan um ódýrari matvæli er í raun dýr blekk- ing,“ segir Ólafur. „Hvað varðar hænsni og alifugla þá hefur verið gríðarlegt kynbóta- starf í gangi. Það er verið að rækta fugla sem skila miklum afurðum í eggjum og kjöti. En það eru að koma fram gallar á þessu og það verður að taka á því,“ segir Ólafur. „Efnið sem er framleitt úr mera- blóði er notað í svínaframleiðslu og ef við tökum svín sem dæmi þá þótti ágætt fyrir 50 árum að fá átta til tíu grísi í goti. Nú þykir það ekki viðun- andi. Menn vilja fá fleiri grísi í hverju goti og þá er verið að nota frjósemis- hormóna. En dýrin eru ekki byggð til að bera þetta, hafa ekki beinabygg- ingu til þess,“ segir Ólafur. Hann segir sömu sögu að segja um varphænur, en bein þeirra brotna vegna álags. Ólafur segir enn fremur að reynt sé að hafa eftirlit með þessum málum, en að ástandið sé ekki við- unandi. Það þurfi að endurskoða hvernig við framleiðum matvæli, bæði hér á landi og erlendis. n Ólafur segir kröfu neytenda um sífellt ódýrari matvæli vera dýra blekkingu Í svínarækt hefur grísum fjölgað í hverju goti í nafni hagkvæmni, en oft á kostnað dýravelferðar. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN bth@frettabladid.is SAMGÖNGUR Vegagerðin hyggst ekki taka afstöðu um þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að banna nagla- dekk á bílum borgarinnar ef undan eru skildir sorphirðubílar. „Það eru nagladekkin sem slíta fyrst og fremst, þau eru megin- þáttur í sliti á vegum. En við horfum fyrst og fremst á umferðaröryggi. Þess vegna höfum við mælt með að fólk sé á nagladekkjum, sérstaklega þegar komið er út fyrir bæinn,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsinga- fulltrúi Vegagerðarinnar. Að mati Vegagerðarinnar eru nagl- ar á vegum úti á landi nauðsynlegir. Öryggi sé sliti á götum mikilvægara og réttlæti notkun nagladekkja. „Þegar komið er út á land teljum við að naglar séu nauðsynlegir, enda er vetrarþjónustan ekki þannig að vegirnir séu lausir við hálku. Við teljum mun minni þörf hér á höfuð- borgarsvæðinu fyrir nagladekk,“ segir G. Pétur. „Við höfum þess vegna mælt með að fólk sé á nöglum úti á landi.“ n Mæla með notkun nagla úti á landi Reykjavíkurborg leggst gegn notkun nagladekkja. Mjög háir vextir á skuldabréfum Alvotech Hrifust af Alvotech og stjórnendum þess Róbert Wessman, for- stjóri Alvotech, segir Oaktree hafa gerst lánveitanda Alvotech með kaupum á hluta af 300 milljóna dala skuldabréfaflokki fyrir- tækisins 2018. Nýtt sameinað félag tekur við því láni og vextir þess muni lækka veru- lega eftir skráningu félagsins á NASDAQ. Róbert segir for- svarsmenn Oaktree hafa hrifist af Alvotech: „Þeir voru mjög ánægðir með framgang fyrirtækisins og stjórnendur og því enduðum við á að fara í SPAC- samruna með Oaktree, eftir að hafa staðið frammi fyrir tveimur frábærum valkostum þegar kom að því að velja SPAC.“ 700 manns starfa hjá Alvotech á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 6 Fréttir 9. desember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.