Fréttablaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 26
PU RIFY Það er alltaf gaman að klæða sig upp fyrir jólin, enda gefst þá einstakt tæki- færi til þess að vera í sínu fínasta pússi án þess að fólk spyrji mann í sífellu hvort maður sé að fara eitthvert. jme@frettabladid.is Gamla klisjan „í kjólinn fyrir jólin“ gildir ekki um hátíðirnar í ár, því jólaflíkin 2021 er bless- unarlega ekki þröngur kjóll sem þrengir að við át á reyktum steikum. Það allra heitasta þessi jól fyrir dömurnar er fallegt og áberandi pils eða buxur, parað saman við fallega peysu í yfir- stærð. Það er eitthvað einstakt við það að setja saman mjög sparilegt pils við þykka og hlýja peysu. Við það myndast sérlega notalegt útlit, með sparilegu yfirbragði. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að stóru peysurnar eru áfram í brennidepli yfir hátíðirn- ar, því ef faraldurinn hefur kennt okkur eitthvað þá þurfa þægindin ekki alltaf að víkja fyrir stílnum eða öfugt. Tískuhúsin stimpluðu duglega inn þessa skemmtilegu sam- setningu á tískupöllunum síðasta vor og pöruðu óspart saman falleg pils með ýmsum mynstrum og fallegri áferð og þykkar, stórar og hlýjar peysur. Djúp v-hálsmál voru þá sérlega áberandi enda afar elegant. n Í peysuna fyrir jólin Þetta guðdómlega gula dress var hluti af haust- og vetrarlínu Max Mara á tískuvikunni í febrúar síðast- liðnum í Mílanó. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Peysurnar koma sterkar inn yfir há- tíðirnar. Fatamerkið Maryling setur módelið í skyrtu undir peysuna, sem brýtur skemmtilega upp hálsmálið. Jason Wu sýnir hér fallega peysu í yfirstærð með einu jólalegasta pilsi sem um getur, en pilsið er fagurlega skreytt Coca Cola glerflöskum. Mergjað pils úr haust- og vetrarlínu Louis Vuitton. Bosmamikil stígvél undirstrika yfirstærðina á skemmti- legan hátt. 4 kynningarblað A L LT 9. desember 2021 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.