Fréttablaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 8
thorvardur@frettabladid.is DANMÖRK Mette Fredriksen, for- sætisráðherra Danmerkur, til- kynnti um hertar sóttvarnaaðgerðir í gær. Frá morgundeginum þurfa skemmti- og veitingastaðir að loka á miðnætti, 50 manna samkomu- takmarkanir taka gildi og bannað verður að kaupa áfengi í verslunum að næturlagi. Frá 15. desember er skólahald í grunnskólum fellt niður. Stjórnvöld gera ráð fyrir að aðgerð- irnar gildi í fjórar vikur. n Íbúafundur fór fram í Réttar- holtsskóla í gærkvöldi um tillögur skipulagsyfirvalda í borginni um uppbyggingu við Bústaðaveg. Stjórnarmað- ur í íbúasamtökunum segir borgina í áróðursstríði gagn- vart hverfisbúum og kallar eftir bindandi kosningu um tillöguna. gar@frettabladid.is REYKJAVÍK „Tilfinning mín er að núverandi meirihluti sé að ganga of langt og of nærri umferðinni og grónum hverfum,“ sagði Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, áður en íbúafundur hófst í gærkvöldi um tillögur að uppbyggingu við Bústaðaveg. Hart er deilt um tillögurnar meðal íbúa í Bústaðahverfi. Þær gera ráð fyrir tveggja til þriggja hæða byggingum ofan og neðan Bústaðavegar með íbúðum á efstu hæðum, atvinnustarfsemi á mið- hæðinni og bílakjallara þar undir. Margar f leiri tillögur um þétt- ingu byggðar í grónum borgarhlut- um eru nú til umræðu og kveðst Eyþór Arnalds aðspurður telja að skipulagsmálin verði í brennidepli í borgarstjórnarkosningunum í vor. Af hálfu borgaryfirvalda hefur komið fram að breytingarnar við Bústaðaveg muni bera með sér aukna þjónustu og verslun og umhverfið allt verða þar líf legra og hlýlegra. „Það eru engar forsendur fyrir því að það að byggja blokkir við Bústaðaveginn geri Bústaða- hverfið blómlegra. Þvert á móti þá má ætla að umferðin verði þyngri og hverfið kaldara eins og þetta lítur út,“ segir Eyþór. Ólafur Elíasson, íbúi í Fossvogi og einn stjórnarmanna í endur- reistum Íbúasamtökum Bústaða- og Fossvogshverfis, sagði fyrir íbúafundinn í gær að borgin væri í áróðursstríði gagnvart íbúum hverfisins. „Mörg okkar sem búum í hverfinu upplifum eins og borgin sé í ein- hverju PR-stríði við okkur að reyna að troða þessum byggingum upp við Bústaðaveginn. Það er gríðarleg reiði í mjög mörgum sem geta afar illa sætt sig við þetta,“ sagði Ólafur, sem kveður íbúana finna hugmynd- unum flest til foráttu, enda séu þær algjörlega vanhugsaðar að þeirra mati. „Fólki finnst tillögurnar vera ljótar, þrengja mjög að hverfinu og breyta ásýnd þess.“ Þá sagði Ólafur íbúana mjög ósátta við hvernig staðið sé að mál- inu og sakar borgaryfirvöld um útúrsnúninga. „Það er talað um eitthvert íbúalýð- ræði en 99 prósent okkar heyra fyrst af þessu þegar þetta er kynnt tilbúið. Þegar síðan allt logar á íbúasíðunni okkar vegna þess hversu mörg okkar eru ósátt, kemur fulltrúi borgarinnar fram og segir að það sé bara gamalt fólk yfir sextugu sem sé á móti þessum nýjungum – sem er ekki á nokkurn einasta hátt rétt, fyrir utan hversu ósvífið það er,“ sagði Ólafur. Að sögn Ólafs hugðust þeir sem eru andvígir áformunum leggja það til á íbúafundinum í gærkvöldi að frestur til athugasemda yrði enn lengdur. „Ég held að það væri lang eðlilegast að fá þessu frestað og að síðan verði bindandi íbúakosning um þessar tillögur,“ sagði Ólafur. Eyþór kveðst telja öruggt að í vor verði kosið um hvort haldið verði áfram að þétta byggð með því þrengja að umferðaræðum og grónum hverfum, eða hvort það eigi að opna Reykjavík og fara í upp- byggingu á nýjum svæðum, eins og á Keldum. „Þarna er ekki verið að hlusta nægilega á vilja fólks,“ segir Eyþór. Fyrir fundinn kvaðst Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ekki eiga von á öðru en góðum fundi. „Íbúasamtökin hafa verið endur- reist vegna áhuga á þessu hverfa- skipulagi, sem er mjög jákvætt. Við höfum mjög góða reynslu af sam- ráði við íbúa á undirbúningsstigi vinnunnar við hverfaskipulag, sem segja má að byggi á óskum sem fram komu á fyrstu stigum,“ segir hann. Dagur undirstrikar að það sem nú hafi verið kynnt séu vinnutillögur. „Í kjölfar samráðs þá verður formleg tillaga mótuð og hún verður einnig kynnt og auglýst þegar þar að kemur. Fundarboðendur hafa metið það svo að það séu einkum breyt- ingar við Bústaðaveg sem skiptar skoðanir eru um, en það verður fróðlegt að heyra sjónarmiðin,“ segir Dagur.n Borgin sögð í áróðursstríði í Fossvogi Fulltrúar meirihluta og minnhluta í borgarstjórn mættu á íbúa­ fund í Réttar­ holtsskóla í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Ólafur Elíasson, stjórnarmaður í Íbúasamtökum Bústaða­ og Fossvogshverfis arib@frettabladid.is BRETLAND Allegra Stratton, ráðgjafi Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér í gær í kjölfar birtingar myndskeiðs sem sýndi hana undirbúa spuna um jólaboð sem haldið var á skrifstofu for- sætisráðherrans í Downingstræti 10 í fyrra. Mjög strangar samkomutak- markanir voru þá í gildi í landinu og mátti ekki halda neinar samkomur, ekki einu sinni inni á heimilum. Samkvæmt heimildum breskra fjöl- miðla mættu nokkrir tugir í veislu í Downingstræti. Myndbandið sýnir Stratton slá á létta strengi við fjölmiðlafulltrúa, um að segja fjöl- miðlum að veislan hafi verið fundur. Hart var sótt að Johnson í breska þinginu vegna málsins, þar sem hann baðst afsökunar á því og þver- tók fyrir að nokkrar reglur hefðu Hart sótt að Johnson vegna myndskeiðs Allegra Stratton verið brotnar. Hefur hann einnig boðað innanhússrannsókn á mál- inu. Samkvæmt könnun sem Sav- anta ComRes gerði í gær, telur meira en helmingur Breta að Johnson eigi að segja af sér vegna málsins. Stratton, sem var meðal annars talsmaður stjórnarinnar í tengslum við COP26-ráðstefnuna í haust, var grátklökk þegar hún tilkynnti um afsögn sína og sagðist myndu iðrast orða sinna út ævina. n birnadrofn@frettabladid.is REYKJAVÍK Aukið traust nýrra íbúa á Íslandi til lögreglu, er meðal mark- miða sem lögð eru fram í aðgerða- áætlun í verkefninu Öruggar borgir á Norðurlöndunum, sem kynnt var á síðasta fundi of beldisvarna- nefndar. Lagt er til að lögreglumenn frá lögreglustöð þrjú kynni sig og sína starfsemi fyrir öllum nýjum íbúum sem taki þátt í verkefninu Velkomin í hverfið þitt. n Vilja auka traust íbúa til lögreglu thorvardur@frettabladid.is COVID-19 Samkvæmt nýrri rann- sók n Pf izer virðist ör v unar- skammtur af bóluefni fyrirtækisins veita mikla vörn gegn Omíkron- afbrigðinu; eftir hann er magn mót- efna á pari við það sem var eftir tvo skammta gegn fyrri afbrigðum. Þó er aðeins um bráðabirgðarannsókn að ræða. „Að tryggja að eins margir og mögulegt er séu fullbólusettir og fái örvunarskammt er enn besta leiðin til að hindra útbreiðslu Covid-19,“ segir Albert Bourla, forstjóri Pfizer, í yfirlýsingu. n Þriðji skammtur veiti mikla vörn Covid-jól í Danmörku Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur 8 Fréttir 9. desember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.