Fréttablaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 18
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is En það er ekkert lát á sóuninni. Hún er knúin áfram af svoköll- uðum þróuðum ríkjum. Þetta yrði ein óvenju- legasta virkjun í heimi. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Í þjóðsögum er sagt frá útilegumanni, sem Grímur hét og hafðist við hjá vötnum þeim, er síðan eru við hann kennd og kölluð Grímsvötn. Sagan segir að Grímur hafi orðið sekur vegna vígaferla og orðið að fara huldu höfði, en kona nokkur forspá vísaði honum að vötnunum og taldi að hann gæti lifað þar á veiðiskap. Grímur fór sem honum var ráðlagt til vatnanna og gerði sér þar laufskála úr skógi er þar var nógur og tók að veiða í vötnunum. En risi nokkur bjó ásamt dóttur sinni í helli eigi allskammt þaðan og stal hann veiði frá Grími. Lauk þessu svo að Grímur drap risann og tók saman við dóttur hans. Merkilegustu eldfjöllin Grímsvötn með Gjálp eru talin í áttunda sæti yfir merkilegustu eldfjöll allra tíma, samkvæmt lista Discovery Channel. Úrkomusvæði Grímsvatna og Gjálpar er um 200 ferkílómetrar. Bráðið vatn frá yfirborði og bráð undir jöklinum vegna jarðhita safnast í vötnin og vatnsborð hækkar jafnt og þétt, þar til jökulísinn fyrir framan flýtur upp með jökulhlaupi í kjölfarið. Og þarna er um verulegt vatnsmagn að ræða. Óvenjulegasta virkjun í heimi Það er hægt að byggja Grímsvatnavirkjun. Göng inn undir jökulinn, göng gegnum bergið að vötnunum og lokuvirki þar. Þúsund sinnum hefur verið opnað fyrir vatnsrennsli undir stöðuvötnum og hægt að gera það í þúsundasta og fyrsta skipti. Tæknilega er þetta reikn- ingsdæmi fyrir arkitekta, jarðfræðinga og verkfræð- inga, hvernig verða mannvirkin og hvað kosta þau? Síðan yrði unnin orka úr jöfnu streymi miðað við vatnshæð t.d. nálægt 1375 m.y.s. Stöðug orkufram- leiðsla og engin hlaup síðan. Ef eitthvað kemur upp á í vötnunum yrði virkjunin stöðvuð, lokan í göngunum felld. Síðar þegar um hægist sett í gang aftur. Þetta yrði ein óvenjulegasta virkjun í heimi. n Eigum við að virkja Grímsvötn? Hallgrímur Axelsson verkfræðingur Það ríkir umönnunarkreppa á Íslandi. Harla efnuðu samfélagi hefur ekki enn tekist að skjóta skjólshúsi yfir margt af veikasta fólki þess, en fyrir vikið er því komið fyrir á hjúkrunar- heimilum, langt fyrir aldur fram. Þetta er áfellisdómur yfir ráðandi öflum og er algerlega á skjön við þær tyllidagaræður stjórn- málaforingja sem draga einatt upp glansmynd- ina af framsæknu, réttlátu og þróuðu þjóðfélagi sem skari fram úr í samanburði við önnur lönd. Miðaldra fólki sem glímir við langvinna og erfiða sjúkdóma er enginn greiði gerður með þessu innihaldslausa rausi þegar nöturlegur veruleikinn blasir við; því er ekki ætlaður staður við hæfi í íslensku velferðarkerfi – og má raunar þakka fyrir að fá inni á elliheimilum þar sem þjónusta er miðuð við elstu hópana í landinu. Fréttablaðið hefur á síðustu dögum rætt við fjölda fólks í þessari stöðu, svo sem Margréti Sigríði Guðmundsdóttur, 59 ára, sem eftir margra mánaða heimilisleysi fékk loksins inni á hjúkrunarheimili, sem hún þakkaði fyrir í sjálfu sér, en hún óskar aftur á móti engum ungum einstaklingi sama hlutskiptis. Hún glímir við taugasjúkdóminn MS og þarf að reiða sig á umönnun annarra. Skyldi það nú ekki vera nóg? 29. júlí 2021 Vísindamenn hafa fyrir margt löngu reiknað út framleiðslugetu jarðarinnar á súrefni, gróðri og dýrum, því kvika í heimi hér. Lengi fram eftir síðustu öld höfðu þeir ekki áhyggjur af ágangi mannsins á þessa lykilþætti í lífríki hnattarins. Það breyttist um 1980. Þá tók maðurinn jafn mikið til sín og jörðin gaf. Núna, röskum 40 árum seinna, tekur mann- kynið miklu meira til sín en jörðin ræður við. Í ár kláraði maðurinn ársframleiðslu jarðarinnar 29. júlí, en eftir það byrjaði hann að ganga á hana. Ef fram heldur sem horfir mun þessi dag- setning færast framar, um tvo til þrjá daga á ári. Ástæðan er einkum offramleiðsla og sóun. Í sumum vöruflokkum er helmingnum hent. Og í sumum löndum er neyslan svo mikil, svo sem Sviss, að ef öll lönd jarðar neyttu jafn mikils, þyrfti mannkynið á þremur jörðum að halda. En það er ekkert lát á sóuninni. Hún er knúin áfram af svokölluðum þróuðum ríkjum sem vilja sitt, heimta sitt. n Gleymt fólk benediktboas@frettabladid.is arib@frettabladid.is Forsetinn og samtalið Uppfæra þurfti skýrslu úttektar- nefndar ÍSÍ um KSÍ í gær, eftir að Magnús Gylfason, stjórnar- maður KSÍ, laug að nefndinni um kaffihúsaspjall sitt við eigin- konu landsliðsmanns daginn eftir meint heimilisofbeldi. Forseti landsins blandast inn í skýrsluna, en eftir samtal Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, og forsetans, lagði hún á, gekk að stjórninni og tilkynnti að hún væri farin og vissi ekki hvort hún kæmi aftur. En lands- liðsþjálfari U-17 ára landsliðsins, Jörundur Áki Sveinsson, tók á sprett og elti framkvæmda- stjórann uppi og passaði að hún yrði sótt. Hvað sagði forsetinn eiginlega? Álftanesbrúin Það er engin tilviljun að þegar Kársnesingar opna Sky Lagoon, hipp og kúl stað sem er heitur meðal íbúa miðborgarinnar, fái þeir brú þannig að hægt sé að labba þangað á baðsloppnum úr Vesturbænum. Álftnesingar þurfa nú rækilega að leggja höf- uðið í bleyti vilji þeir að brúin nái yfir til þeirra líka. Það dugar greinilega ekki að hafa öldulaug og almennilega vatnsrennibraut. Það er spurning hvort brúin birtist ekki skyndilega ef þeir hlaða í eina vegan-mathöll með hjólastíg? n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 9. desember 2021 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.