Fréttablaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 58
Því má þó halda til haga að myndin virkar á köflum full tilgerðar- leg. Við segjum ekki frá því sem við erum að plana og mikil spenna bygg- ist upp fyrir deginum. Guðmundur Felixson KVIKMYNDIR The House of Gucci Leikstjórn: Ridley Scott Aðalhlutverk: Lady Gaga, Adam Driver, Al Pacino, Jeremy Irons og Jared Leto Oddur Ævar Gunnarsson Verandi landkrabbi í veröld heims­ tískunnar vissi ég ekkert við hverju ég átti að búast þegar ég settist niður til þess að horfa á House of Gucci, sem fjallar um ættarveldið sem hið fræga tískuhús er kennt við. Vanþekking mín á straumum og tískustefnum kom hins vegar alls ekki að sök, enda dugir sögu­ þráður myndarinnar mestmegnis til að halda áhuga áhorfenda. Þar fyrir utan er myndin hlaðin stór­ stjörnum og þungavigtarleikarar í f lestum hlutverkum. Lady Gaga tekur hér sinn besta sprett hingað til og er öflugust allra leikara í myndinni, sem hin metn­ aðargjarna Patrizia Reggiano sem giftist inn í Gucci­fjölskylduna. Adam Driver skilar sínu sem Maur­ izio Gucci en virkar á köflum eins og honum leiðist í hlutverkinu og er óttalega líkur sjálfum sér eitthvað. Al Pacino aftur á móti fer á kostum í hlutverki auðjöfursins Aldo Gucci og skemmtir sér greinilega konung­ lega og Jeremy Irons klikkar ekki frekar en fyrri daginn. Gersamlega óþekkjanlegur Jared Leto þarf svo eiginlega sérkafla fyrir frammistöðu sína sem misheppn­ aði aukvisinn Paolo Gucci, sem lét mig kastast á milli þess að dást að honum fyrir magnaðan leik og að láta hann fara í taugarnar á mér vegna stórkostlegs ofleiks. Handrit myndarinnar stendur að mestu leyti fyrir sínu, en myndin er líklega aðeins of löng og á tímabili í síðari hluta hennar byrjaði maður að hugsa „jæææææææja!“ með sjálfum sér. Allt er þetta þó síðan hnýtt smekklega saman, að hætti tísku­ hússins, þannig að engin hætta er á að bíógestir verði fyrir vonbrigðum. Þvert á móti vekur myndin slíkan áhuga að f lestir munu einmitt demba sér á Wikipedia til þess að lesa um Gucci­fjölskylduna og þá hefur Ridley Scott líklega náð tak­ marki sínu. Því má þó halda til haga að mynd­ in virkar á köflum full tilgerðarleg og rokkar einhvern veginn stundum á milli þess að taka sig gríðarlega alvarlega á milli þess sem hún virkar lygilega léttvæg. Kannski er það bara Jared Leto með ýktan Super­Mario hreim í fitubúningi með gerviskalla. En þarna er í það minnsta eitthvert ójafnvægi sem er erfitt að setja fingur á. NIÐURSTAÐA: Áhugaverð mynd en undarlega tilgerðarleg á köflum þar sem stórstirni fara ýmist á kostum eða virðast láta sér leiðast í söguþræði sem stundum missir dampinn. Gucci-mynd um Gucci Verðlaunaþáttaröðin Amer- ican Crime Story fór af stað með miklum glæsibrag 2016 þegar mál O.J. Simpson var tekið fyrir, með þá Cuba Gooding Jr. og John Travolta í broddi fylkingar í hlut- verkum O.J. og lagaklækjarefsins Robert Shapiro. Önnur sería tók fyrir morðið á tískumógúlnum Gianni Versace og nú er komið að því að kafa ofan í skandalinn í kringum Monicu Lewinsky og Bill Clinton. Sjón- varp Símans sýnir Impeachment: American Crime Story, sem er virkilega vel leikið sjónvarpsefni sem óhætt er að mæla með þar sem Clive Owen, Sarah Paulson og Beanie Feldsten fara á kostum. n Sjónvarp Impeachment: American Crime Story Lady Gaga er fremst meðal jafningja í House of Gucci en Jared Leto er óþekkjanlegur og yfirdrifinn á vinstri kantinum. n Allra best Bókin Hættuleg sambönd eftir Pierre Choderlos de Laclos Hin mikla skáldsaga Pierre Cho- derlos de Lac- los, Hættuleg sambönd, er komin út í íslenskri þýðingu Frið- riks Rafns- sonar. Þetta er frægasta bréfaskáldsaga allra tíma og þar kynnist lesandinn lævíslegum og lúalegum áformum Merteuil markgreifaynju og Valmont vísi- greifa, sem eiga það sameiginlegt að hafa einstaka ánægju af að leika sér að fólki og ákveða örlög þess. Þau skrifast á um áætlanir sínar en ekki fer allt eins og þau reiknuðu með. Hér er á ferð algjörlega mögnuð skáldsaga sem fjarska auðvelt er að gleyma sér í. Meistaraverk fyrir lesendur sem gera kröfur um gæði. Höfundur bregst hvergi. n Guðmundur Felixson ólst upp við skemmtilega og öðru­ vísi jólahefð, því feður hans tóku upp á því fyrir tuttugu árum eða svo að láta hvern fjölskyldumeðlim skreyta sitt jólatré. Trén eru eins konar listaverk og hefðin hefur þróast þannig að vinir og vandamenn fá að giska á hver eigi hvaða tré. svavamarin@frettabladid.is „Þetta byrjaði þegar við systkin­ in vorum lítil, eftir að f jögur lítil jólatré höfðu verið keypt á jólatrjáa markaði, og pabbar okkar tóku upp á því að hver fjölskyldu­ meðlimur myndi skreyta sitt eigið jólatré,“ segir Guðmundur Felixson, leikari og meðlimur spunahópsins Improv Ísland, þegar hann útskýrir skemmtilega öðruvísi jólahefð sem þróast hefur hjá fjölskyldu hans undanfarna tvo áratugi. „Við skreyttum öll okkar tré en hefðin breyttist f ljótlega út í smá vitleysu þar sem trén voru orðin einhvers konar listaverk frekar en raunveruleg jólatré. Útfærslurnar hafa verið eins mismunandi og þær eru margar og ég man að eitt sinn klæddi ég systur mína í græna peysu og setti á hana jólaseríu. Hún var þá mitt jólatré.“ Listrænu jólatrjánum hefur í gegnum árin fjölgað í takti við stækkun f jölskyldunnar og nú þegar systkinin bæði eru komin með maka og börn eru trén sem gerð eru ár hvert orðin átta. Gaman að sjá tré hinna Aðspurður segir Guðmundur mikla leynd hvíla yfir hönnun trjánna, sérlega innan fjölskyldunnar, áður en þau eru afhjúpuð. „Við segjum ekki frá því sem við erum að plana og mikil spenna byggist upp fyrir deginum,“ segir Guðmundur. Fjölskyldan kemur saman heima hjá feðrum Guðmundar á Túns­ bergi, einn dag í desember, þar sem hver mætir með sinn efnivið og útfærir sitt tré í sínu horni hússins. Guðmundur bætir við að hefðin feli í sér að gestkomandi í Túnsbergi fá að giska á hver hafi gert hvaða tré en ljóstrað er upp um þau leyndar­ mál á jóladag á Facebook­síðu Felix Bergssonar, föður Guðmundar. „Þá kemur í ljós hver bjó til hvaða tré en það hefur engum tekist að giska á rétt, hvað þá nú þegar trén eru orðin átta,“ segir Guðmundur í jólastuði. n Breytti systur sinni í listrænt jólatré Jólatré í sönnum covid anda. Pappír sem aftur verður að tré. Jólatré búið til úr lego kubbum . . Jólapökkum staflað upp í jólatré í stað þess að setja þá undir. MYNDIR/ AÐSENDAR. Skáldlegt jólatré. Taflmenn í jóla- skapi. 38 Lífið 9. desember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 9. desember 2021 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.