Fréttablaðið - 22.12.2021, Page 11

Fréttablaðið - 22.12.2021, Page 11
FJÁRFESTING Í SJÓÐUM ER GÓÐUR VALKOSTUR TIL AÐ ÁVAXTA PENINGA TIL SKEMMRI OG LENGRI TÍMA Kynntu þér árangur og úrval ÍV sjóða á WWW.IV.IS n Svipmynd María Björk Einarsdóttir Fyrri störf: Sérfræðingur hjá Íslandsbanka 2012-2013. Sérhæfðar fjárfestingar hjá GAMMA Capital Management 2013-2014. Framkvæmdastjóri Ölmu íbúða- félags 2014-2021. Nám: B.Sc. í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2012. Próf í verðbréfaviðskiptum. Fjölskylduhagir: Er trúlofuð Ellerti Arnarsyni, sérfræðingi í eignastýr- ingu. María segir að stórborgir á meginlandi Evrópu séu í miklu uppáhaldi hjá sér. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI María Björk Einarsdóttir starfar sem fjármálastjóri Eimskips. Hún segir að hún reyni að samtvinna samveru með fjölskyldunni öðrum áhuga- málum eins og ferðalögum, útivist og fluguveiði. Hver eru þín helstu áhugamál? Samvera með fjölskyldunni er mjög fyrirferðarmikil þessa dagana, enda með tvö ung börn sem maður vill forgangsraða í frítímanum. Maður reynir að samtvinna hana öðrum áhugamálum, eins og ferða- lögum, útivist og fluguveiði. Ég les líka mikið af bókum og greinum og hlusta á hlaðvörp til að afla mér fróðleiks og þekkingar. Nýjasta áhugamálið er svo draumahúsið sem við fjölskyldan keyptum á árinu, en markmiðið er að gera það upp á næstu árum sem verður risa- vaxið verkefni. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Það er ekki spurning að það er sjálfsævisaga Malcolm X, sem er stórkostlegt ritverk um ótrúlegan og umdeildan leiðtoga. Ég fyllist alltaf innblæstri þegar ég les frásagnir fólks sem hefur mætt miklu mót- læti en staðið uppi sem sigurvegarar, og ég las þrjár slíkar bækur á árinu. Born a crime eftir grínistann Trevor Noah sem segir frá uppvexti sínum undir Apartheid í Suður-Afríku. Can’t hurt me eftir David Goggins sem ólst upp við heimilisof beldi, kynþáttahatur og fátækt en braust til ótrúlegra metorða í sérsveitum bandaríska hersins og er einn öfl- ugasti utanvegahlaupari heims, og Educated eftir Tara Westover en hún segir frá uppvexti sínum sem strang- trúaður mormóni í Idahofylki. Án þess að hafa fengið nokkra formlega grunnmenntun barðist hún fyrir því að komast í háskólanám og er hún í dag virtur fræðimaður með doktors- gráðu frá Cambridge. Hver er helstu verkefnin fram undan? Ég kom til Eimskips fyrir þremur mánuðum síðan og hef fókusað á að kynnast rekstrinum og því frábæra fólki sem hér starfar. Þar er ennþá af nægu að taka því starfsemin er gríðarlega fjölbreytt og teygir sig víða um heim, en við erum með starfsfólk í tuttugu löndum. Fyrstu vikurnar hafa að miklu leyti farið í að vinna að fjárhags- og viðskiptaáætlun fyrir næsta ár sem hefur verið ótrúlega lærdómsríkt ferli. Fjöldi manns kemur að áætl- unargerðinni, sem hefur líklega aldrei verið jafn krefjandi og nú, en eins og f lestir vita eru aðstæður á alþjóðlegum flutningamörkuðum fordæmalausar. Á nýju ári verður helsta verkefnið að framfylgja því plani sem hefur verið lagt upp með, en á sama tíma að vera tilbúinn til þess að sveigja af leið og bregðast við nýjum og óvæntum áskorunum. Flutningamarkaðurinn er ótrúlega dýnamískur og það er nauðsynlegt að búa yfir snerpu og sveigjanleika til þess að mæta kröfum viðskipta- vina. Það er ótrúlega ríkur þjón- ustukúltúr innan fyrirtækisins og gríðarmikil þekking og reynsla sem hefur skipt sköpum í þessum óvenjulegu aðstæðum. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Það er erfitt að spá svona langt fram í tímann, en faglega vil ég ennþá vera að læra, þróast og skora sjálfa mig á hólm. Ég vona líka að ég verði búin að halda brúðkaupið okkar sem hefur verið frestað í þrí- gang vegna Covid, en er sem stend- ur á dagskrá 2022 Hver er uppáhaldsborgin þín? Stórborgir á meginlandi Evrópu eru almennt í uppáhaldi hjá mér og það er erfitt að gera upp á milli. En ætli ég segi ekki París þar sem það er fyrsta borgin sem ég heimsótti með unnustanum. Ég er líka mjög hrifin af gömlum borgum Austur- Evrópu, bæði Búdapest og Prag eru í uppáhaldi, þær eru svo róman- tískar. n Fyllist innblæstri af lestri ævisagna Seðlabankar margra landa áttu fundi í síðustu viku m.a. í Englandi, Evrópu og Bandaríkjunum, og biðu fjármálamarkaðir með eftirvænt- ingu eftir því hvað þeir segðu um stefnu sína í stýrivöxtum og skulda- bréfakaupum þ.e. magnbundna íhlutun. Sumir bjuggust við hörðum tóni og ákveðnum yfirlýsingum í baráttunni gegn verðbólgunni. Góður en viðkvæmur efnahagsbati Efnahagsbatinn hefur verið nokkuð góður víðs vegar með auknum hag- vexti og minnkandi atvinnuleysi en mögulega hefur það verið keyrt áfram af of mikilli peningaprentun og of lausu taumhaldi peningastefn- unnar. Það er spurning hvort fjár- málaleg tilraunastarfsemi erlendra seðlabanka muni að lokum bíta þá í rassinn, enda er taumhald peninga- stefnunnar í mörgum ríkjum mun lausara en stýrivextir gefa til kynna vegna skuldabréfakaupa þeirra og peningaprentunar. Seðlabanki Bandaríkjanna lýsti því yfir að verð- bólgan væri stór ógn við bandarískt hagkerfi, en ekki er hægt að segja að hann grípi til mikilla aðgerða. Hann er þó að draga úr magnbundinni íhlutun og boðar þrjár vaxtahækk- anir á næsta ári sem var nokkuð í samræmi við væntingar markaðar- ins. Hins vegar kom óvænt vaxta- hækkun hjá Englandsbanka, heil 0,15%, sem hljómar nú meira eins og einhvers konar skilaboð um stefnu- breytingu heldur en raunveruleg barátta við verðbólgu enda dropi í hafið þegar verðbólgan er um 5%. Evrópski seðlabankinn ætlar síðan að draga úr sínum skuldabréfa- kaupum, en samt ekki, og telur að verðbólgan komi niður án vaxta- hækkana, sem er einhver ný hag- fræði. Enn eru raunvextir mjög neikvæðir Þrátt fyrir vaxtahækkanir hér á landi og nokkrum öðrum löndum eru raunvextir enn verulega nei- kvæðir og ættu að vera mun hærri ef miðað er við t.d. Taylor-jöfnuna. En hættan sem seðlabankar standa frammi fyrir er að harðara taum- hald peningastefnunnar muni hægja um of á efnahagsbatanum og jafnvel leiða hagkerfin í stöðn- unarverðbólgu (e. stagflation), þ.e. lágan hagvöxt samhliða hárri verð- bólgu. Því virðist vera einhugur um að leyfa verðbólgunni að krauma aðeins lengur gegn því að hagkerfið og fjármálamarkaðir standi sig vel. Áhættan við peningaprentun er verðbólga Eftir eina stærstu lausafjárinn- spýtingu í sögunni inn á markaði er verðbólgan farin af stað og veldur áhyggjum, sérstaklega vegna þess að ekki sér enn fyrir endann á sam- komutakmörkunum og vegna ráð- stafana vegna kórónaveirunnar sem krefst áframhaldandi stuðnings hins opinbera við ákveðnar atvinnu- greinar, og raskar jafnvægi á vinnu- markaði og aðfangakeðjum. Stjórn- völd voru tilbúin að taka áhættuna við gegndarlausan fjáraustur og skuldaaukningu samhliða peninga- prentun og súpa þau nú seyðið af því í formi hárrar verðbólgu. Hins vegar er þessi mikla verðbólga ein leið skuldsettra ríkissjóða til að „greiða af“ lánum sínum og í rauninni ekk- ert annað en ákveðin skattlagning og tilfærsla á fé, sem kemur illa við almennt launafólk. n Verðbólga er alltaf og ætíð peningalegt fyrirbæri Valdimar Ármann forstöðumaður Eignastýringar Arctica Finance olafur@frettabladid.is Heimurinn hefur staðið á öndinni vegna Log4j, einhvers alvarlegasta veikleika í tölvukerfum sem hefur fundist, frá því að greint var frá til- vist hans 9. desember síðastliðinn. Nanitor er íslenskt nýsköpunar- fyrirtæki sem sérhæfir sig í net- öryggismálum fyrirtækja hérlendis og erlendis. Lausn Nanitor var eitt fyrsta heildstæða netöryggiskerfið sem greindi og staðsetti veikleik- ann í kóðasafninu Log4j niður á einstakar tölvur svo viðskiptavinir Nanitor gátu ráðist strax í mark- vissar björgunaraðgerðir. Sjálfvirk greining Nanitor kom í veg fyrir tjón fyrirtækja á mun skemmri tíma en aðrar hefðbundnar leiðir hefðu skilað. Sérstaða félagsins liggur í því að Nanitor er með greiningartól uppsett á netþjónum, útstöðvum, netbúnaði og gagnagrunnum í rauntíma og birtir stöðuyfirlit á skil- virkan hátt í miðlægu stjórnborði. Þetta stjórnborð gerir stjórnendum fyrirtækja og netöyggis auðvelt að hafa yfirsýn, bregðast markvisst og hratt við mögulegri vá. Nanitor hefur unnið í sjö ár að því að búa til tæknina bak við greiningartólið og tæknin felst í því að geta sótt öryggisupplýsingar niður í hverja einustu tölvu og tæki sem staðsett eru hjá viðskiptavin- um Nanitor í rauntíma. Nanitor hefur fullt aðgengi að öllum öryggisatriðum á helstu s t ý r i k e r f u m , ne t bú n aði o g gagna grunnum, sem teljast til grunnöryggis upplýsingakerfa án þess að treysta á þriðja aðila til að safna saman grunngögnum eins og margar eldri lausnir þurfa að gera. Sérþekking Nanitor er alveg ný á markaði en lausnin er byltingar- kennd þegar kemur að netöryggis- málum tölvukerfa. Nanitor fékk styrk til tveggja ára frá Rannís í júní 2021 fyrir verk- efnið „Sjálfvirknivæðing í tölvu- öryggi“. Félagið er f jármagnað af stofnendum, Brunni Venture Capital og einkafjárfestum. Meðal viðskiptavina Nanitor eru Birming- ham City Council, Booking.com, Oman Arab Bank, Festi, Rarik, Val- itor og Kópavogsbær. „Eitt af því sem gefur okkur sér- stöðu á markaðnum er að okkar kerfi er sívirkt. Það er alltaf að vakta,“ segir Jón Fannar Karlsson Taylor, framkvæmdastjóri þróun- ar- og rekstrarsviðs Nanitor. „Það sem gerir Log4j að svona alvar- legum veikleika er að hann býður óprúttnum aðilum upp á að búa til bakdyraaðgang að tölvukerfum og komast beint í allar upplýsingar í viðkomandi tölvu og kerfinu sem hún er tengd. Þetta liggur í java- kóða sem er svo algengur að varla er til það fyrirtæki sem er ekki við- kvæmt fyrir þessu. Við fylgjumst með þessu í rauntíma. Það er hægt að hreinsa veikleikann út og ef hann birtist aftur vitum við það um leið.“ n Íslenskt nýsköpunarfyrirtæki með lausn gegn Log4j-tölvuveikleikanum Jón Fannar Karlsson Taylor er framkvæmdastjóri þróunar- og rekstrarsviðs Nanitor. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR MARKAÐURINNMIÐVIKUDAGUR 22. desember 2021 FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.