Fréttablaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 12
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is,
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún
Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Nú í
aðdrag
anda
hátíðar
ljóss og
friðar virð
ist dóm
harkan
aftur vera
að ná yfir
höndinni.
Þegar
ríkissjóður
kyndir
undir
verðbólgu
hvílir allur
þunginn á
aðgerðum
Seðla
bankans.
Aðalheiður
Ámundadóttir
adalheidur
@frettabladid.is
Verðbólga er orðin alvarlegt vandamál fyrir heimilin og
atvinnulífið. Ríkisstjórnin virðist hins vegar kannast
lítið við þann vanda. Flest ríki í Evrópu og Ameríku
glíma líka við vaxandi verðbólgu. En viðbrögðin eru
ólík. Ný ríkisstjórn í Þýskalandi ákvað að virkja aftur
fjármálareglur, sem teknar voru úr sambandi vegna
Covid fyrr en ætlað var. Ríkisstjórn Íslands ákvað hins
vegar að fresta því lengur en í upphafi var ráðgert.
Þetta gerir ríkisstjórnin þó að hún staðhæfi að við
snúningurinn gangi betur en hún reiknaði með. Víða
erlendis beina hagfræðingar nú athyglinni að hlutverki
ríkissjóða í baráttunni við verðbólguna. Hér heima
skrifaði aðalhagfræðingur Seðlabankans nýverið í Vís
bendingu að verðbólguhorfur gætu verið of bjartsýnar.
Hann nefnir ríkisfjármálin sem einn af helstu óvissu
þáttunum. Þetta þýðir að bankinn telur að ríkisfjár
málastefnan miði ekki að því að lækka verðbólgu.
Í Morgunblaðsviðtali í byrjun desember segir
Ragnar Árnason hagfræðiprófessor að hreinar skuldir
ríkissjóðs aukist. Hækki vextir aukist vaxtagreiðslur
ríkissjóðs. Þeir peningar verði ekki notaðir í opinberan
rekstur. Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um
fjárlagafrumvarpið. Yfirskrift hennar er: „Ríkið kyndir
undir verðbólgu.“ Býsna þungur dómur um ríkisfjár
málastefnuna frá einni helstu hugveitu atvinnulífsins.
Í umsögn Samtaka atvinnulífsins segir að óbreytt
stefna í ríkisfjármálum muni „hafa í för með sér ósjálf
bæra skuldasöfnun. Þau benda á að vaxtabyrðin er
þyngri hér en í samanburðarríkjunum. Þá gagnrýna
samtökin að ríkisstjórnin ýti fjármálareglum á undan
sér með þeim afleiðingum að brekkan verði brattari.
Þau ganga svo langt að staðhæfa að ríkisstjórnin sé að
ýta vandamálunum yfir á næstu ríkisstjórn.
Það væri unnt að skilja harkalega áfellisdóma af
þessu tagi ef um væri að ræða kosningafjárlög. En við
erum að tala um fimmtu fjárlög ríkisstjórnar sem er að
hefja nýtt kjörtímabil. Þegar ríkissjóður kyndir undir
verðbólgu hvílir allur þunginn á aðgerðum Seðlabank
ans. Vaxtahækkanir hans verða því meiri.
Ríkisstjórn, sem frá fyrsta degi kjörtímabilsins ýtir
vandamálunum yfir á næstu stjórn, er meira en stefnu
laus. Hún er óábyrg. n
Ríkisfjármál og ábyrgð
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
formaður Við
reisnar
PREN
TU
N
.IS
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
Austurströnd 14 • Hringbraut 35
....................................................Sími: 561 1433
www.bjornsbakari.is
PREN
TU
N
.IS
TARTALETTUR
Íslenskar hátíðar
................................................
ser@frettabladid.is
Heiðurssætin
Þingheimur er þegar farinn að
búa sig undir verstu hugsanlegu
sviðsmyndina hvað löggjafar
samkunduna varðar í vetur, en
ef allt um þrýtur mun fólkið
í heiðurssætum framboðs
listanna fyrir kosningarnar í
haust setjast á þing – og mun
þar margur maðurinn, sem hélt
hann hefði yfirgefið þinghúsið
fyrir fullt og allt þurfa að taka
fram straubrettið og renna yfir
blússurnar og skyrturnar á ný.
Pólitískur ómöguleiki hefur oft
sinnis verið nefndur á þessum
fordæmalausu tímum en vegna
þessara tíma er einmitt póli
tískur ómöguleiki orðinn einn
helsti möguleiki veruleikans.
Óróleiki
Pólitískur óróleiki ku vera með
mesta móti á nýja farsóttar
heimilinu við Austurvöll, en eitt
hvað mun hafa kastast í kekki
millum þingmanna vegna sótt
varnareglna innan þinghússins.
Á meðan stór hópur þingliðsins
fer að einu og öllu eftir settum
reglum með grímuna fyrir vitum
sér spígspora aðrir þingmenn
um eins og þeir hafi ekki heyrt
af pestinni, með glottið á vör,
grímulausir og galsafengnir á
göngunum, án þess að virða fjar
lægðartakmörk. Það er sumsé
kurr á þingi, af þeirri einföldu
ástæðu að margir þar innandyra
sem setja landsmönnum lög
neita að fara að reglum. n
Smitskömmin er snúin aftur. Umburð
arlyndi gagnvart því að fólk láti hafa
sig út í að veikjast af bráðsmitandi
veiru hefur sveiflast upp og niður frá
því að heimsfaraldurinn kom fyrst til
landsins.
Fyrst var það algert trúnaðarmál hverjir
höfðu smitast. Skömmin var slík að heilu
bæjarfélögin urðu miður sín ef fréttist af
smiti innan bæjarmarkanna. Íþróttafélög og
veitingahús gerðu vart annað en að bera af
sér sakir um slælegar sóttvarnir. Það gat verið
ávísun á gjaldþrot að fá smitstimpil á rekstur
inn í fjölmiðlum. Best þótti dómendum ef
fólk var áður búið að setja sig á háan hest
gagnvart öðrum, eins og bæjarstjórinn sem
fékk veiruna í heimsókn þrátt fyrir yfirlýs
ingar um að hennar fólk væri betra í að fylgja
reglum en aðrir landsmenn.
Svo rjátlaðist þetta af fólki eftir því sem
fleiri fengu veiruna. Það fór jafnvel að verða
stöðutákn að vera með mótefni, sem reyndist
þó lítið gagn gera þegar upp var staðið. Fólk
sem áður hafði fengið virðulegt vottorð um
veirusýkingu er að veikjast trekk í trekk.
Við höfum farið nokkra hringi í þessu og
skiptumst á að vera umburðarlynd og dóm
hörð í garð hinna veiku. Nú í aðdraganda
hátíðar ljóss og friðar virðist dómharkan
aftur vera að ná yfirhöndinni.
Um helgina átti lögreglan fullt í fangi með
að leysa upp fordæmda hegðun á borð við
dans. Fáir virtust kippa sér mikið upp við
að sagan sé að endurtaka sig með hrollvekj
andi hætti, heldur skemmta sér yfir því og
hneykslast í sömu mund á að virðulegir þing
menn og jafnvel heilu þingflokkarnir séu nú
lagstir í pest eftir að hafa gert sér glaðan dag.
Fólk sem veikist af bráðsmitandi sjúkdómi
er ekki óvinurinn hér. Það er enginn óvinur,
nema ef vera skyldi valdasjúkt fólk sem þrífst
á ótta og óöryggi.
Kannanir og niðurstöður kosninga sýna
að nú leitar fólk eftir öryggi. Góð forysta
skiptir öllu máli í eldfimu ástandi og sterkir
leiðtogar eiga fylgi að fagna, sem aldrei fyrr.
Alræmdasta tegund þeirra er sú sem leyfir
öfgum og afturhaldi að blómstra óáreittu.
Besta gerðin er hins vegar sú sem veitir góða
forystu í sóttvörnum en styður og ýtir undir
umburðarlyndi fremur en hörku. Mikilvæg
ast er slíkum leiðtoga þó, sjálfs sín og okkar
allra vegna, að láta borgararéttindin, sem eru
grundvöllur farsælla samfélaga, aldrei víkja
úr huga sér meðan skerðingum á þeim er
beitt. n
Enginn óvinur
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 22. desember 2021 MIÐVIKUDAGUR