Fréttablaðið - 22.12.2021, Page 24
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, Ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, óskar landsmönnum gleðilegrar hátíðar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Nú hafa verið settar nýjar
sóttvarnareglur. Flestir
hafa virt reglurnar sem
ríkisstjórnin hefur ákveðið á
þessum Covid-tímum.
Yfirvaldið í Rómarríki, Ágústus
keisari, boðaði ekki fyrir 2000
árum að allir skyldu fara í veiru-
próf heldur að skrásetja skyldi alla
heimsbyggðina. Fór þá hver til
sinnar borgar til að láta skrásetja
sig.
María og Jósef fóru til Betlehem
og þar fæddist drengurinn Jesús.
Börn fæðast úti um allan heim og
eru aðstæður mæðranna misjafnar
þegar þær fæða. Ég las að fimm
börn fæddust á hverri sekúndu í
heiminum öllum svo barnsfæðing
er hversdagsleg nema fyrir for-
eldrana sem líta barnið sitt augum í
fyrsta sinn og fá það í fangið. Þeirri
reynslu er erfitt að lýsa með orðum.
Það er einstakt að sagan af
fæðingu eins barns í Juda sem nú
tilheyrir Ísrael skuli lifa mann fram
af manni, vera rannsökuð af fræði-
mönnum í gegnum aldirnar og hafa
æ síðan áhrif á líf fjölmargra ein-
staklinga um allan heim. Tímatal
okkar miðast við fæðingu Jesú og
árlega á dimmasta tíma ársins hér á
landi minnumst við fæðingar hans
sem síðar sagðist vera ljós heimsins.
Hvað er það við þennan atburð,
fæðingu þessa drengs, sem gerir
hann svona þýðingarmikinn fyrir
okkur í dag? Það er barnið sjálft, því
í honum fæddist Guð sem maður,
einn af okkur. Þannig veit Guð hvað
það er að vera maður og þess vegna
getum við treyst Guði og leiðsögn
Guðs.
Jósef og María voru ekki konung-
borið fólk eða fólk af efri stigum.
Þau voru alþýðufólk sem lifði sínu
lífi í bænum Nasaret. Guð valdi
Maríu til að ganga með hið nýja
líf sem þroskaðist í líkama hennar
til að fæðast fullskapað í þennan
heim. Jólin eru okkur áminning um
að við öll erum dýrmæt í augum
Guðs og skiptir kyn, litarháttur,
stétt engu máli. Guð elskar okkur
öll. Jólin eru hátíð allra jarðar
barna.
Ég óska þér gleði og friðar á helgri
hátíð og bið þér blessunar Guðs. n
Agnes M. Sigurðardóttir,
biskup Íslands
Jólin eru hátíð
barnanna
Þannig veit Guð
hvað það er að vera
maður og þess vegna
getum við treyst Guði og
leiðsögn Guðs.
Frá upphafi faraldursins
hefur þjóðkirkjan haft það
að leiðarljósi að vera sam-
stíga stjórnvöldum og bak-
hjarl í því krefjandi verkefni
að ná tökum á heimsfaraldri
sem setur líf, heilsu og dag-
legt líf úr skorðum.
„Núna þegar þjóðin stendur
frammi fyrir enn einni bylgjunni
þá setur þjóðkirkjan sig í kunnug-
legar stellingar og lagar messuhald
og þjónustu yfir hátíðarnar að
breyttum aðstæðum.
Þetta er einungis mögulegt
vegna þess að kirkjan hefur á
að skipa ótrúlegum mannauði,
hvort sem það er starfsfólk eða
hið magnaða sjálf boðaliðastarf
um allt land. Vinnufúsar hendur
og hjarta sem slær fyrir kirkjulegt
starf trúar, vonar og kærleika,“
segir Pétur Markan, biskupsritari
á Biskupsstofu.
Takmarkanir í kirkjum
„Það er ljóst að hægt verður að
halda úti takmörkuðum hátíð-
arguðsþjónustum innan þeirra
marka sem sóttvarnareglur kveða
á um sem er 50 manna hámark –
200 manns að hámarki að undan-
gengnu hraðprófi.
Við hvetjum alla til að skoða
hvernig þeirra sókn eða sú sókn
sem þeir hafa áhuga á að sækja
kirkju til muni útfæra hátíðar-
þjónustuna. Ljóst er að sóknir
landsins starfa við ólík skilyrði
þegar kemur að aðgengi hraðprófa
og mögulegra sóttvarnahólfa. Það
er því eðlilegt að hátíðarhelgihald
taki mið af því,“ segir Pétur.
Hátíðarmessa í útvarpi
„Við viljum hins vegar minna á að
helgihaldinu verða gerð myndar-
leg skil á RÚV og N4. Á aðfangadag
verður aftansöngur frá Dóm-
kirkjunni klukkan 18 á Rás 1. Um
kvöldið verður síðan Helgistund
með biskupi Íslands klukkan 22
á RÚV. Á jóladag verður hátíðar-
messa á Rás 1 klukkan 11 og síðan
verður hátíðarmessunni sjón-
varpað klukkan 13 á RÚV. Klukkan
15 á jóladag verður síðan Hátíðar-
messa frá Hólum á N4.
Helgihaldi þjóðkirkjunnar verða
því gerð afar góð skil í útvarpi
og sjónvarpi, aukinheldur sem
margar sóknir verða með efni sem
hægt verður að nálgast gegnum
samfélagsmiðlana.
Það er samtakamáttur þjóðar-
innar sem vinnur á endanum
orrustuna við heimsfaraldurinn.
Þar vill þjóðkirkjan vera ábyrgur
þátttakandi með því að halda úti
öruggri hátíðarþjónustu í sam-
ræmi við sóttvarnareglur og bjóða
upp á fjölbreyttar og myndarlegar
hátíðarguðsþjónustur í sjónvarpi
og útvarpi.“ n
Hátíðarhelgihald í sjónvarpi og útvarpi
Pétur Markan
biskupsritari
bendir á að út-
varp og sjón-
varp munu gera
hátíðarmessum
góð skil um há-
tíðarnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR
Helgihaldi þjóð-
kirkjunnar verða
því gerð afar góð skil í
útvarpi og sjónvarpi,
aukinheldur sem margar
sóknir verða með efni
sem hægt verður að
nálgast gegnum sam-
félagsmiðlana.
Eingöngu verður streymt frá
jólum og áramótum í
Lágafellssókn.
Hægt er að horfa á streymið
bæði á heimasíðunni okkar,
www.lagafellskirkja.is &
fésbókar síðu Lágafellskirkja.
Aðfangadagur
24. desember
Aftansöngur kl. 18
í Lágafellskirkju - í streymi
Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar
Jóladagur 25. desember
Jólakveðja á jóladegi kl. 14
í Lágafellskirkju - í streymi
Sr. Arndís Linn þjónar
Kirkjukór Lágafellssóknar
Organisti:
Þórður Sigurðarson
Gamlársdagur
31. desember
Aftansöngur kl. 17 - í streymi
Sr. Arndís Linn þjónar
Fögnum hátíð ljóssins!
lagafellskirkja.is
Jól og áramót í
Lágafellssókn 2021
2 kynningarblað 22. desember 2021 MIÐVIKUDAGURGUÐSÞJÓNUSTUR