Fréttablaðið - 22.12.2021, Síða 26

Fréttablaðið - 22.12.2021, Síða 26
Streymt verður beint frá þremur athöfnum í Hall- grímskirkju á aðfangadag og jóladag til að mæta þörfum landsmanna á tímum hertra sóttvarna. Mörgum Íslendingum er mikil- vægt að komast í messu um jólin, syngja sálma og leyfa undri jólanna að seytla inn í sálina. Undanfarin ár hafa um tvö þús- und manns sótt Hallgrímskirkju fyrstu jóladagana en vegna hertra sóttvarnaaðgerða verður messu- hald eðlilega með öðru sniði þessi jólin, að sögn Sigurður Árna Þórðarsonar, sóknarprests í Hall- grímskirkju. „Til að koma til móts við jólamessuþarfir landsmanna verður streymt á netinu beint frá athöfnum í Hallgrímskirkju á aðfangadag og jóladag. Aðsókn hefur alltaf verið mjög góð þessa tvo daga hjá okkur en nú verða takmarkanir og við virðum reglur og notum hraðpróf. Við ætlum að streyma beint frá þremur athöfnum, tveimur á aðfangadag klukkan 18 og 23.30 og síðan á jóladegi klukkan 14. Það verður því hægt að syngja Heims um ból með okkur um allt land og von- andi líka á Klörubar á Kanarí og annars staðar í útlöndum.“ Órjúfanlegur hluti jólanna Hann segir messur um jólin vera órjúfanlegan hluta jólanna hjá mörgum Íslendingum. „Íslensk jól eru kirkjutengd. Þau byrja ekki fyrr en kirkjuklukkur landsins hringja jólahelgina inn um allt land og kirkjuklukkur Dóm- kirkjunnar á RÚV. Svo eru messu- ferðirnar mörgum afar mikilvægar, að syngja sálma og leyfa undri jólanna að seytla inn í sálina. Jóla- helgihaldið er því fjölsótt um allt land og hefðirnar í fjölskyldum og byggðarlögum eru fjölbreytilegar.“ Fjölbreytt tónlist Fjöldi tónlistarfólks kemur að messuhaldi jólanna eins og venjulega sem eykur enn frekar á hátíðleikann. „Aftansöngurinn á aðfangadag er hátíðlegt upphaf jóla með Hátíðarsöng Bjarna Þor- steinssonar. Hinn dásamlegi Kór Hallgrímskirkju syngur og Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir syngur ein- söng. Í miðnæturguðsþjónustunni syngur Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Kammerkórinn Huldur sem er hópur fyrrverandi nemenda í MH. Á jóladag syngja félagar í Kór Hallgrímskirkju og Hallveig Rúnarsdóttir.“ Magnaður og skýr boðskapur Sigurður segir kirkjuna gegna mikilvægu hlutverki á þessum fordæmalausu tímum. „Svona tími rífur í og fer illa í marga. En þá er gott að stoppa og íhuga hlutverkin, gildi og tengsl. Við þörfnumst þess öll að fá að heyra að við séum elskuð. Inntak jóla er að við erum elskuð, að Guð elskar. Það er magnaður og skýr boðskapur sem jólasagan miðlar.“ n Hægt er að nálgast hlekk á at- hafnirnar þrjár inni á heimasíðu Hallgrímskirkju, hallgrimskirkja.is. Aftansöngur á aðfangadag hefst kl. 18, guðsþjónusta á jólanótt kl. 23.30 og hátíðarguðsþjónusta á jóladag kl. 14. Leyfa undri jólanna að seytla inn í sálina Sigurður Árni Þórðarson er sóknarprestur í Hallgrímskirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Það verður því hægt að syngja Heims um ból með okkur um allt land og vonandi líka á Klörubar á Kanarí og annars staðar í útlöndum. Inntak jóla er að við erum elskuð, að Guð elskar. Það er magnaður og skýr boð- skapur sem jólasagan miðlar. Hallgrímskirkja jól og áramót 24. DESEMBER - AÐFANGADAGUR 18.00 aftansöngur Prestur: Sigurður Árni Þórðarson Organisti: Björn Steinar Sólbergsson Kórstjóri: Steinar Logi Helgason Kór Hallgrímskirkju syngur Einsöngur: Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir *Hraðpróf 23.30 guðsþjónusta á jólanótt Prestur: Eiríkur Jóhannsson Organisti: Björn Steinar Sólbergsson Kórstjóri: Hreiðar Ingi Þorsteinsson Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og kammerkórinn Huldur syngja *Hraðpróf 25. DESEMBER JÓLADAGUR 14.00 hátíðarguðsþjónusta Prestur: Sigurður Árni Þórðarson Organisti: Björn Steinar Sólbergsson Kórstjóri: Steinar Logi Helgason Félagar úr Kór Hallgrímskirkju syngja Einsöngur: Hallveig Rúnarsdóttir *Hraðpróf 16.00 guðsþjónusta á ensku Prestur: Bjarni Þór Bjarnason Organisti Björn Steinar Sólbergsson 26. DESEMBER ANNAR Í JÓLUM 14.00 fjölskylduguðsþjónusta Prestur og barnastarf: Eiríkur Jóhannsson og Kristný Rós Gústafsdóttir djákni Organisti: Björn Steinar Sólbergsson Kórstjórar: Margrét Pálmadóttir og Sigríður Soffía Hafliðadóttir Stúlknakór Reykjavíkur og Aurora syngja 17.00 orgeltónleikar Björn Steinar Sólbergsson, orgel Aðgangseyrir kr. 3.000 Miðar verða seldir í kirkjunni og á www.tix.is 31. DESEMBER - GAMLÁRSDAGUR 16.00 Hátíðarhljómar við áramót Ásgeir Steingrímsson, trompet Baldvin Oddsson, trompet Eiríkur Örn Pálsson, trompet Jóhann Nardeau, trompet Eggert Pálsson, pákur Björn Steinar Sólbergsson, orgel Aðgangseyrir kr. 4.000 (www.tix.is) *Hraðpróf 18.00 aftansöngur Prestar: Sigurður Árni Þórðarson og Eiríkur Jóhannsson Organisti: Björn Steinar Sólbergsson Kórstjóri: Steinar Logi Helgason Kór Hallgrímskirkju syngur Einsöngur: Harpa Ósk Björnsdóttir, sópran 1. JANÚAR NÝÁRSDAGUR 14.00 hátíðarmessa Prestur: Eiríkur Jóhannsson Organisti: Björn Steinar Sólbergsson Kórstjóri: Steinar Logi Helgason Félagar úr Kór Hallgrímskirkju syngja * Hraðpróf: Kirkjugestir þurfa að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi eða PCR-prófi sem er ekki eldra en 48 klst. gamalt, eða vottorði um nýlega COVID-19 sýkingu (eldri en 14 daga og yngri en 180 daga). Streymt verður frá helgihaldinu á aðfangadag klukkan 18 og 23.30 auk hátíðarguðsþjónustunnar á jóladag klukkan 14. Hlekk fyrir streymi má nálgast á vef Hallgrímskirkju, www.hallgrimskirkja.is www.hallgrimskirkja.is Allir velkomnir 4 kynningarblað 22. desember 2021 MIÐVIKUDAGURGUÐSÞJÓNUSTUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.