Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 12

Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 12
stærsta hákarlaútver landsins, en sögu þess lauk ekki fyrr en á öðrum áratug þessarar aldar. Um og eftir 1700 voru verbúðir í Kjörvogi, Naustavíkum og í Búðarvogi í Bjarnarnesi, en ekki nema ein á hverjum stað. I Grímsey í Steingrímsfirði var lengi útver, þaðan var ekki hætt að róa fyrr en kringum 1910. Enn- fremur voru verbúðir á Drangsnesi, Kirkjubólstangaþorpum, Hamarsbæli og Smáhömrum. Þá voru verbúðir á eftirtöldum stöðum við vestanverðan Hrútafjörð; Stakksvík, Búðarvogi, Sauðanesi og Litlu-Hvalsá. Allar þessar búðir voru aflagðar fyrir aldamótin síðustu nema búðirnar í Búðarvogi. Ein þeirra var uppistandandi fram yfir 1930. I Stakksvík og Sauðanesi sjást ennþá greinilegar rústir eftir verbúðir eina á hvorum stað. Hinsvegar sjást hvergi merki eftir verbúð á Litlu-Hvalsá og er því ekki vitað hvar hún hefur staðið hafi hún einhver verið. Ekki er heldur upplýst hvaða lending var notuð. Kemur þá til greina vörin sem er beint undan Litlu— Hvalsárbænum eða víkin sunnan við Lambatanga sem virðist öllu álitlegri. Utarlega við Hrútafjörð vestanverðan er stórt og breitt nes, sem heitir Kolbeinsárnes og nær það töluvert langt út í fjörðinn miðað við ströndina beggja megin við nesið. Kolbeinsárnes býr yfir mikilli náttúrufegurð og þar eru margir sérkennilegir staðir, sem fróðlegt og gaman er að skoða. Þeir eru svo til alveg í hvarfi fyrir augum ferðamanna, sem leið eiga eftir þjóðveginum og sjást ekki til hlítar nema að farið sé um nesið. Norðan við nesið stendur bærinn Kolbeinsá og skal nú laus- lega lýst leiðinni frá bænum og kringum nesið. Dvalið verður um stund í Búðarvogi sem er sögufrægur útgerðarstaður og um- hverfi þar lýst og greint frá því helsta sem nútímamenn vita um útgerð þaðan. Skammt frá bænum er grýttur holtahryggur sem heitir Ás. Nyrsti hluti hans sem liggur í sjó fram heitir Kálfanes. Austan við ásinn er vík sem heitir Stekkjarvík. Síðan taka við víkur hver af annarri. Fyrst er Skjólklettsvík, sem dregur nafn af kletti, sem þar stendur stakur og hægt er að leita skjóls við í öllum áttum. Þá koma smærri víkur, sem ekki bera sérstakt nafn. Þegar þessum 10

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.