Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 15

Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 15
Báturinn Rauður selalagnir. Selalagnir eru miklu víðar frá Kolbeinsá en hér er talið. Þar hefur lengi verið mikil selveiði sem farið hefur vaxandi á seinni árum. Töluvert suður af Fúluvík er Seltangi og er þá komið á suðausturhorn Kolbeinsárness. Seltangi er steinóttur tangi sem gengur nokkuð út í sjóinn. Sunnanvert er nesið ekki vogskorið og er leiðin upp í Selvík greiðfær, aðallega grundir. Svo sem áður er getið mynda hólmarnir Kolbeinsárey og skerin þar norður af varnargarð fram undan Búðarvogi. Þar af leiöandi getur aldrei brimað í Búðarvogi og er alveg sama úr hvaða átt vindur blæs. Sund er á milli hólmanna og lands. Það er fremur mjótt en nokkurt dýpi er þar og aldrei kemur þar bára svo heitið geti. Þvert inn úr því liggur Búðarvogur. Vogurinn sjálfur er lítill og rúmast þar ekki margir bátar í einu, en þar er alltaf sjólaust. Ef fiskibátarnir fengu norðan storm sigldu þeir suður fyrir eyj- una og hólmana og þar inn í sundið. Væri hinsvegar sunnan- hvassviðri fóru bátarnir að norðanverðu og inn i sundið þeim megin frá. I voginum eru þrjú naust, þar var aldrei bryggja. Lent 13

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.