Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Side 17

Strandapósturinn - 01.06.1977, Side 17
maður um Húnaflóa til Borðeyrar. Gísli var húsmaður á Kol- beinsá frá 1896 til æviloka. Hann tók við hafnsögumannsstarf- inu þegar faðir hans hætti og gegndi því til dauðadags. I daglegu tali var hann venjulega nefndur Gísli lóðs. Gísli reri í mörg ár úr Búðarvogi og var formaður á bát þeim er hann fór með. Engar ábyggilegar upplýsingar eru fyrir hendi um skipshöfn hans. Hann mun hafa búið í Svölu meðan róðrar stóðu yfir. Jóakim Vigfússon fæddur 18.6. 1844, dáinn 26.3. 1914. Hann var húsmaður víða í Bæjarhreppi síðast á Kollsá. Hann var aflamaður mikill, formaður á fiskibátum og talinn afburða stjórnari. Jóakim stundaði mikið sjósókn og lagði afla á land í Búðarvogi. Á seinni árum hans þar var hann formaður á bátnum Elliða frá Kolbeinsá, er Ólafur Björnsson bóndi þar átti. Skips- höfn hans var þá: Stefán Ólafsson, Kolbeinsá, Halldór Jónsson, Kolbeinsá, Guðmundur Nikulásson, Stóru-Hvalsá, og ef til vill einn maður sem ekki er vitað hver var. Jóakim bjó með skipshöfn sinni í Mollu. Um hann var þetta kveðið: 15

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.