Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 21

Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 21
Ragnheiður Jónsdóttir frá Broddadalsá: Eyj ahey skapur fyrri daga í Broddanes- eyjum Broddanes var áður mikil hlunninda jörð. Æðarvarp var þar mikið og dúntekja, selveiði, kofnatekja og nokkur viðarreki. Var því mikið starf og margt fólk sem þurfti til að vinna að öllum þessum hlunnindum. Fram af Bæjarnesinu er lítill hólmi sem kallaður er Þernu- hólmi, milli hólmans og nessins er mjótt sund, vestan við hólm- ann eru svo eyjarnar, þær eru tvær og er hægt að fara á milli þeirra þurrum fótum um fjöru en alldjúpt sund um flóð. Inn með nesinu er svo hólmi sem heitir Dyrhólmi. I eyjunum og hólmunum voru aðal varplöndin, nú er varpið að mestu horfið. Eitt af hlunnindum Broddaness var mikill heyskapur í eyjun- um og langar mig til að lýsa helstu vinnubrögðum við hann eins og hann gerðist þegar ég var ung. Þá bjuggu á Broddanesi þrír bændur. Brynjólfur Jónsson afi minn. Sigurður Magnússon og Jón Þórðarson, þeir áttu sína systurina hver. Ragnheiði, Ingunni og Guðbjörgu. Afi og Sig- urður áttu 3/5 parta í jörðinni en Jón 2/5. Öllu landi og eyjum var því skipt í hlutfalli við það, hafði því hver sinn ákveðna part 19

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.