Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 23

Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 23
Afi, sem bjó á Broddadalsá, en hafði Broddanespartinn með, flutti sína töðu að Broddadalsá, var yfir vík að fara, hún var með boðum og blindskerjum sem varast þurfti, þau urðu samt engum til skaða eða fjörtjóns. Þegar svo logndagur kom var risið snemma úr rekkju því nú þurfti að nota daginn vel, sem sagt, langur og erfiður starfsdagur framundan. Bátar voru settir á flot, öll reipi sett í bátinn og öll tæki sem nota þurfti. Tveir eða þrír karlmenn fóru út í eyjarnar og oft ein eða tvær stúlkur, þær höfðu það starf að setja föngin á reipin, saxa föng og taka upp rök einnig að taka utan af sátunum, karlmenn bundu og báru sát- urnar niður í bátinn. Stúlkurnar voru líka látnar bera á bátinn, sumsstaðar var illt yfirferðar, lundahólarnir voru oft sundur- grafnir og mátti gæta sín að detta ekki ofan í holu, klappirnar voru stundum hálar og þaktar blautu þangi, einn maður var í bátnum og kom sátunum fyrir svo vel færi og jafnt hlaðið, gæta þurfti þess að báturinn væri alltaf á floti ef grunnsævi var, mikið háfermi var á bátnum og látið fljóta með lista, þegar þessu öllu var lokið var tekinn róður í land, tveir menn réru. í landi var einnig mikill viðbúnaður, hestar voru sóttir, beisl- aðir og lagður á þá reiðingur, urðu þeir að vera komnir niður í fjöru þar sem lent var, kvenfólk og krakkar höfðu þessi störf á hendi. Voru nú höfð snör handtök við að koma sátunum upp úr bátnum, var stúlka oft við það starf að velta sátunum fram í bátinn en karlmenn báru sáturnar upp í fjöru, hestarnir voru teymdir hver af öðrum að sátunum, en tveir karlmenn snöruðu sátum á klakk, síðan teymdu krakkar hver sinn hest upp á tún þar sem tvennt var fyrir til að taka á móti, hleypa niður, gera upp reipi, breiða kaplana og koma síðan öllum reipunum niður í bát. Eftir að búið var að tæma bátinn og hreinsa úr honum allar heyslæður var skroppið heim í mat, síðan farið af stað aftur. Kaffi og drykkjarföng (sem var sýrublanda) var farið með niður að bát, kaffið drukkið sitjandi á fjörukambinum, alltaf var mikið og gott kaffibrauð og reynt yfirleitt að gera fólkinu eins vel og hægt var í mat og drykk þessa heyflutningsdaga. Áfram var 21

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.