Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 24
haldið í einni skorpu fram á kvöld. Þetta voru erfiðustu dagar
sumarsins.
Allt hey var þurrkað og kom því oft fyrir að hey hröktust,
eyjataðan þoldi hrakning betur en annað hey og var efalaust gott
kjarnfóður, fuglarnir sáu henni fyrir nægum áburði.
Þegar faðir minn tók við búskap eftir afa, var þetta með líku
sniði, nema þá var farið að nota tjöld til að matast í. Prímusar
komu til kaffihitunar og hverfisteinar fluttir fram svo hægt var
að leggja á ljáina eftir þörfum. Fyrstu búskaparár bræðra minna
var þetta með sama hætti.
Fagurt er að líta til allra átta nyrst af stóru eyjunni. Þaðan sér
inn með Ennishöfða. I suðri sér inn Kollafjörð með Klakk
gnæfandi yfir Fell, Þrúðardal og Steinadal til beggja hliða, en
rennsléttar eyrar neðra. Kollafjarðarneskirkja blasir við vestan
fjarðarins hvít og stílfögur. Steingrímsfjörður og Selströnd með
Grímsey sem útvörð í fjarðarmynni í norðvestri. I norðri er svo
Húnaflói ýmist blikandi fagur eða úfinn og grettur með æstar
öldur og svarrandi brim. I austri blasa við í blámóðu Skaga-
strandarfjöll og Vatnsnes.
Þó vinnan væri sótt af kappi, þá naut fólk þessarar undra
fögru útsýnar og þegar amstur og erfiði þessara löngu liðnu
heyskapardaga í Broddaneseyjum er að mestu gleymt, þá lifir
hún í minningunni hrein og tær til lokadags.
Nú er eyjaheyskapur lagður niður síðan tún stækkuðu og vélar
komu til sögu og er það vel farið. Skarfakálið hefur að mestu lagt
undir sig eyjarnar og skartar sínum hvítu fögru blómum er líða
tekur á sumarið.
22