Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Síða 27

Strandapósturinn - 01.06.1977, Síða 27
1870 og bjó þar síðan með reisn og skörungsskap um nærfellt fimm tugi ára, unz hann lét af búskap um það leyti er kona hans, Guðrún Guðmundsdóttir, andaðist árið 1916. Magnús dvaldi þó áfram á Hrófbergi til dánardægurs á heimili Ragnheiðar dóttur sinnar, ekkju séra Hans Jónssonar á Stað, og barna hennar. Hann var ern vel allt til efstu ára, enda tiltekinn léttleikamaður á yngra aldri. Þau hjón eignuðust fimm börn, sem til aldurs komust, tvo syni og þrjár dætur, sem nú eru öll látin fyrir nokkru. Synir þeirra voru alkunnir menn á sinni tíð, Ingimundur hreppstjóri í Bæ í Króksfirði og Gunnlaugur bóndi á Ytra-Ósi í Steingrímsfirði. Magnús á Hrófbergi var um fjölda ára einn af helstu forvígismönnum sinnar sveitar, hrepp- stjóri í full fjörutíu ár og átti lengi sæti í sýslunefnd og hrepps- nefnd Hrófbergshrepps. Hann var hagorður ágætlega og mjög létt um að kasta fram stökum. Líklega hefur hann ort lítið undir öðrum háttum en ferskeyttum hætti, og þá varla nema af sér- stöku tilefni eða við einhver sérleg tækifæri. Til dæmis man ég eftir stuttu ljóði undir öðrum hætti, skrifuðu með eigin hendi Magnúsar í „poesibók“ frú Steinunnar dóttur hans. Ekki lærði ég kvæðið, þótt ég muni hafa lesið það nokkrum sinnum fyrir um það bil sextíu árum og nú minnist ég einskis úr því, nema ef til vill nokkurra samhengislausra orða á stangli. Sennilega hefur Magnús aðallega ort fyrir líðandi stund, og hvorki hann sjálfur né aðrir hirt um að skrifa það niður og geyma til langframa. I fáeinum afskriftum manna á meðal mun þó vera til eitthvað af lausavísum hans og a.m.k. tvær sveitarrímur um bændur og húsfreyjur í Staðarsveit (Hrófbergshreppi hinum forna), önnur frá því um 1900 en hin frá árinu 1910. Ekkert af kvæðum hans eða vísum hefur birzt á prenti í blöð- um eða tímaritum, svo að mér sé kunnugt, nema sjúkdómslýsing í ljóðum á fingurmeini höfundar, send Oddi lækni á Miðhúsum í Reykhólasveit einhvern tíma á árunum 1901—4 (Heimdragi III. bls. 170—72. Það hefur löngum verið almælt, að „húmor“ Islendinga sé yfirleitt kerskinn og jafnvel illkvittinn oft og tíðum, því að „fár bregður hinu betra ef hann veit hið verra“. Vitanlega er „húmor“ (kímni) afstætt hugtak eins og allt 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.