Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 30

Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 30
J.S.: Það vorar „Nú vorar og sólþýðir vindar blása. Ur vetrarins dróma raknar. Nú yngist heimur og endurfæðist og æskuglaður hann vaknar.“ Stefán frá Hvítadal. Þegar kemur fram um og fram yfir sumarmál, tekur að vora. Að vísu er það misjafnlega snemma, sem vorar hér á okkar kalda og stormasama landi. Stundum er komið vor í land og loft nokkru fyrir sumarmál. Þá skýtur gróðurnálinni upp þar sem skjól er, og hlýju sólar nýtur. Þetta er jafnvel stundum svo algert að allt ræktað land fer að grænka. Það koma hlýir og bjartir dagar með sól, en kyrrum kvöldum og nóttum. Þegar svo vel viðrar, hefst hið eiginlega vorstarf náttúrunnar með allri þeirri fjölbreytni og öllum þeim dásemdum, sem þar fylgir. Stundum vill þó koma afturkast í þetta snemmkomna vorstarf, það gerir kuldakast, jafnvel vorhret, sem stundum spillir meira því sem áunnist hefur, heldur en þó að beðið hefði lengur með sól og sumaryl. Oft er það þó að þetta vorstarf dregst nokkuð fram yfir hin raunveruleg sumarmál, þau sem almanakið segir til um. En alltaf verður þó veturinn undan að láta, fyrir hækkandi sól og birtu. En þó að okkur finnist vorið stundum seint á ferðinni, þá er því þó alltaf fagnað, og það jafnvel með því meiri gleði, sem koma þess kann að dragast. Þegar seint og illa vorar, þá vill margt ganga erfiðlega í störfum okkar. Sérstaklega er það þó landbúnaðurinn þ.e. sveitafólkið, sem fyrir mestum erfiðleikum verður. En þrátt fyrir þetta og alla þá erfiðleika, sem vorharðindi 28

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.