Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 35

Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 35
„Vængir blaka, hefjast hátt, heiði taka, þrárnar seiða. Sólheit vakir sunnanátt, svanir kvaka fram til heiða. Blána fjöll og birtir nótt, brak og sköll um heiðalendur. Vatnaföllin vaxa ótt, vetur höllum fæti stendur. Langt til veggja heiði hátt. Hugann eggja bröttu sporin. Hefði ég tveggja manna mátt, mundi ég leggjast út á vorin.“ Þó að ég hér að framan kalli Stefán frá Hvítadal vin minn, þá vil ég taka fram til þess að fyrirbyggja allan misskilning, að Stefán sá ég aldrei. Stefán var fæddur í sama hreppsfélagi og ég, sem þessar línur skrifa, en kom í þennan heim þrettán árum á undan mér, og hann er fyrsti borgari sem fæðist í Hólmavíkur- kauptúni, en sem þá var ekki orðið kauptún, því foreldrar hans voru þá einu íbúarnir þar. Á öðru ári er Stefán tekinn í fóstur af frænda sínum, Jóni Þórðarsyni bónda í Stóra-Fjarðarhorni, og konu hans Önnu Bjarnadóttur. Um fermingaraldur flyst hann með fósturforeldrum sínum að Hvítadal í Dalasýslu, og í þeirri sýslu mun hann lerigst af ævi hafa átt heima upp frá því. Hann varð ekki gamall maður, eða aðeins 46 ára. Nei, Stefán frá Hvítadal varð ekki vinur minn í gegnum sam- ferð og kunningsskap. Hann varð vinur minn í gegnum ljóð sín, í gegn um skáldskap sinn. Mér er enn í minni þá er fyrstu ljóð hans, „Söngvar förumannsins“ komu út, og norður í fæðinga- sveit okkar. Það var ekki mikið um aura á þeim árum, en ein- hvern veginn eignaðist ég bókina og svo aðrar hans bækur, eftir því sem þær komu út. Það er mannbætandi að lesa og læra ljóð Stefáns. Og ef þú, sem lest þessar línur, hefur ekki kynnt þér 3 33

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.