Strandapósturinn - 01.06.1977, Side 37
Jóhannes frá Asparvík:
Svipmynd
ur sjoói
minning-
anna
Áratugurinn 1920-30 verður okkur, sem þá vorum að komast
til þroska, eins og kallað var, minnisstæðari en flestir aðrir ára-
tugir eftir það.
í byrjun áratugsins var enn þá bændaþjóðfélag á íslandi, að
vísu fór útgerð ört vaxandi í Reykjavík, Hafnarfirði og mörgum
stærri bæjum úti á landsbyggðinni en vaxandi bæjarfélög
byggðust upp á útgerð og fiskverkun, en þrátt fyrir ört vaxandi
bæjarfélög, mátti heita, að hvert jarðarkot væri í byggð og betri
jarðir margsetnar. Þá voru verkfæri við landbúnað mjög frum-
stæð á margan hátt. Heyja var aflað eingöngu með orfi, ljá og
hrífu og meirihluti heyja — aflans fenginn á óræktuðu landi,
(engjaheyskapur) heyið var bundið í bagga og flutt heim á
hestum, þar sem það var þurrkað, er heyið taldist vera orðið það
vel þurrt, að hægt væri að hirða það í hlöðu eða heygalta, var
það bundið í reipi og borið á bakinu heim í heystæðuna. Þeir,
sem bjuggu á minnstu býlunum út við sjóinn fengu oft slægjur
hjá dalabændum, sem bjuggu á betri jörðum og var sá heyfengur
þurrkaður í enginu og borinn upp í heysæti á staðnum eða í
nágrenni hans. Þetta hey var svo sótt að vetrinum, dregið á
35