Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 39
16 ára gamall og réri þetta sumar frá Eyjum í Kaldrananes-
hreppi, formaður minn var Guðjón Guðjónsson frá Kaldbak, við
vorum 3 á þriggja manna fari, við áttum töluvert mikið af
söltuðum fiski og þurftum að koma honum til innleggs til
Hólmavíkur, einnig vantaði okkur salt. Þá bjó í Kolbeinsvík í
Arneshreppi Ingi Guðmonsson, síðar skipasmiður á Drangsnesi
og á Akranesi. Nú búsettur í Reykjavík. Ingi hafði róið til fiskjar
um sumarið með búskapnum og átti allmikið af saltfiski, sem
hann þurfti að leggja inn, einnig vantaði hann salt.
Var nú ákveðið, að við Ingi færum til Hólmavíkur og fá bát
þar til að flytja saltið norður og fiskinn til baka fyrir báða staðina
Eyjar og Kolbeinsvík. Guðjón formaður minn ætlaði að róa til
fiskjar á meðan, svo ekki félli úr róður hjá honum, veðrátta var
góð og því auðvelt hjá honum að róa við annan mann, þó
báturinn væri í stærra lagi fyrir tvo.
Við Ingi lögðum af stað síðari hluta dags frá Eyjum, en þá var
Ingi búinn að ganga norðan frá Kolbeinsvík, sem er allmiklu
norðar en Eyjar, við héldum sem leið liggur inn Bala, fram
Bjarnarfjörð, yfir Bjarnarfjarðarháls, að Sandnesi, þaðan feng-
um við okkur flutta yfir í svokallaðar Borgir og þaðan gengum
við út á Hólmavík. Þegar til Hólmavíkur kom, fórum við til
bátseigandans Hjalta Steingrímssonar, en hann átti dekkbát er
hét „Geir“. Það stóð ekki á svörum hjá Hjalta og kvað hann
velkomið að taka að sér flutningana fyrir okkur og bjóst strax til
þess að taka bátinn úr legufærum og færa hann að bryggju, svo
við gætum borið í hann saltið um nóttina, hann áætlaði svo
þann tíma, sem við þyrftum til að koma saltinu um borð í bátinn
og kvaðst þá myndi verða tilbúinn að halda af stað. Ég fór með
Hjalta til að ná í bátinn, en Ingi fór að tala við verzlunarstjórann
um viðskiptin og ennfremur þurftum við að fá lánaða poka undir
saltið. Þá var starfsmaður við verzlunina, Borgar Sveinsson úr-
valsmaður að allri gerð. Hann annaðist alla afgreiðslu og var
jöfnum höndum í bókfærslunni ef hlé varð frá öðrum störfum,
hann kom nú og lánaði okkur poka eins og við þurftum með og
vísaði okkur á saltið, sem var í húsi nálægt bryggjunni, enn-
fremur sagði hann okkur að vekja sig til að vigta saltið, þegar við
37