Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Síða 39

Strandapósturinn - 01.06.1977, Síða 39
16 ára gamall og réri þetta sumar frá Eyjum í Kaldrananes- hreppi, formaður minn var Guðjón Guðjónsson frá Kaldbak, við vorum 3 á þriggja manna fari, við áttum töluvert mikið af söltuðum fiski og þurftum að koma honum til innleggs til Hólmavíkur, einnig vantaði okkur salt. Þá bjó í Kolbeinsvík í Arneshreppi Ingi Guðmonsson, síðar skipasmiður á Drangsnesi og á Akranesi. Nú búsettur í Reykjavík. Ingi hafði róið til fiskjar um sumarið með búskapnum og átti allmikið af saltfiski, sem hann þurfti að leggja inn, einnig vantaði hann salt. Var nú ákveðið, að við Ingi færum til Hólmavíkur og fá bát þar til að flytja saltið norður og fiskinn til baka fyrir báða staðina Eyjar og Kolbeinsvík. Guðjón formaður minn ætlaði að róa til fiskjar á meðan, svo ekki félli úr róður hjá honum, veðrátta var góð og því auðvelt hjá honum að róa við annan mann, þó báturinn væri í stærra lagi fyrir tvo. Við Ingi lögðum af stað síðari hluta dags frá Eyjum, en þá var Ingi búinn að ganga norðan frá Kolbeinsvík, sem er allmiklu norðar en Eyjar, við héldum sem leið liggur inn Bala, fram Bjarnarfjörð, yfir Bjarnarfjarðarháls, að Sandnesi, þaðan feng- um við okkur flutta yfir í svokallaðar Borgir og þaðan gengum við út á Hólmavík. Þegar til Hólmavíkur kom, fórum við til bátseigandans Hjalta Steingrímssonar, en hann átti dekkbát er hét „Geir“. Það stóð ekki á svörum hjá Hjalta og kvað hann velkomið að taka að sér flutningana fyrir okkur og bjóst strax til þess að taka bátinn úr legufærum og færa hann að bryggju, svo við gætum borið í hann saltið um nóttina, hann áætlaði svo þann tíma, sem við þyrftum til að koma saltinu um borð í bátinn og kvaðst þá myndi verða tilbúinn að halda af stað. Ég fór með Hjalta til að ná í bátinn, en Ingi fór að tala við verzlunarstjórann um viðskiptin og ennfremur þurftum við að fá lánaða poka undir saltið. Þá var starfsmaður við verzlunina, Borgar Sveinsson úr- valsmaður að allri gerð. Hann annaðist alla afgreiðslu og var jöfnum höndum í bókfærslunni ef hlé varð frá öðrum störfum, hann kom nú og lánaði okkur poka eins og við þurftum með og vísaði okkur á saltið, sem var í húsi nálægt bryggjunni, enn- fremur sagði hann okkur að vekja sig til að vigta saltið, þegar við 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.