Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Side 41

Strandapósturinn - 01.06.1977, Side 41
hentir við þetta, því það kom varla fyrir að fiskur skemmdist af þeim sökum. í þetta sinn var svo mikill brimsúgur í lendingunni í Kolbeinsvík, að við Ingi urðum að halda við bátinn svo hann bæri ekki upp í stórgrýtið beggja megin við vörina og brotnaði, nú leit ekki vel út, þar sem við Ingi vorum bundnir yfir bátnum, en Ingi átti tvær systur, sem gengu þarna að verki eins og hraustustu karlmenn væru og báru þær saltið upp og fiskinn niður í bátinn svo allt gekk að óskum, en við Ingi stóðum í sjó, stundum undir hendur, við að verja bátinn. Við svona aðstæður var ekki óeðlilegt þó seint gengi, en þó má segja að þetta gekk ótrúlega fljótt og vel og var það mest að þakka hraustlegum vinnubrögðum þeirra systra. Guðmon faðir þeirra lét ekki sinn hlut eftir liggja þó aldraður væri. Þegar við höfðum náð fiskinum í Kolbeinsvík um borð í bát- inn, var haldið inn að Eyjum og byrjað strax að flytja fiskinn þar um borð, þar var góð lending og enginn brimsúgur og gekk fljótt að koma fiskinum um borð, að því loknu var haldið af stað til Hólmavíkur, dagur var kominn að kvöldi og komum við til Hólmavíkur um það bil er fólk gekk til náða. Við lögðum að bryggju og bundum bátinn, þá hófst uppskipunin og vorum við bara tveir, sem urðum að sjá um hana. Við vorum með fulla lest og mikið á dekki, var nú byrjað á að losa dekkið og fiskinum kastað upp á bryggju, því næst var lestin opnuð og fór annar í lestina og kastaði fiskinum upp á dekkið, en hinn kastaði af dekkinu upp á bryggjuna, þegar fiskurinn var allur kominn upp á bryggju fórum við að hitta þann ágæta mann Borgar, sem vakti svo hann gæti vigtað fiskinn. Við fengum lánaðar hjól- börur og keyrðum fiskinum í þeim upp í fiskhús og létum jafn- óðum á vigtina. Við höfðum strigastykki undir á vigtinni og þegar búið var að fylla vigtina, en það voru 150 kg í hverri vigt, tókum við i hornin á strigastykkinu og bárum fiskinn að þeim stað þar sem átti að stafla honum. Þó við reyndum að hraða okkur sem mest við þetta, var liðið langt fram á nótt þegar búið var að vigta allan fiskinn. Þá skrifaði Borgar innleggsnótur, afhenti okkur og kvaddi með virktum. 39

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.