Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 42

Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 42
Þá var eftir að stafla öllum fiskinum og var það búið klukkan níu um morguninn. Við vorum orðnir þreyttir og þurfandi fyrir einhverja hress- ingu, því við höfðum enga hressingu fengið frá því við fórum frá Eyjum daginn áður, en þar drukkum við kaffi. Okkur kom saman um að fara til Vigdísar frá Bæ, sem var búsett á Hólma- vík, en Vigdís var einhver sú mesta gæðakona sem við þekktum til. Þrátt fyrir fátækt og mikla ómegð, var hún svo greiðug og gestrisin, að segja mátti að þar stæði öllum opið hús til gistingar og góðgjörða. Við fórum heim til hennar og að skammri stund liðinni sátum við yfir rjúkandi kaffi og kaffibrauði eins og við gátum í okkur látið. Ekki vildi Vigdís taka neina greiðslu fyrir veitingarnar. Nú var ekkert að vanbúnaði til heimferðar. Við þökkuðum Vigdísi veitingarnar (sennilega höfum við fært henni harðfisksbita þegar leið á haustið, minna hefði það ekki mátt vera). Þá var eftir að fá flutning yfir Steingrímsfjörð að Sandnesi og gekk það fljótt og vel, þess má geta að svoleiðis fyrirgreiðsla var aldrei seld. Frá Sandnesi var svo haldið fótgangandi sömu leið til baka og við fórum í upphafi ferðalagsins, eða norður yfir Bjarnarfjarð- arháls, niður Bjarnarfjörð, og norður Bala, í Asparvík stoppuð- um við og þar borðuðum við fyrstu máltíðina frá því að ferðin hófst. Þegar að Eyjum kom, hélt Ingi áfram alla leið norður að Kolbeinsvík án þess að hvíla sig. Það voru þreyttir menn, sem lögðust til hvíldar þetta sumar- kvöld eftir vökur og erfiði stanslaust á þriðja sólarhring og engu breytti það um, að vera vakinn klukkan þrjú um nóttina til að beita og fara á sjóinn, lífsbaráttan var hörð og aldrei mátti slaka á, enda voru vökur og erfiði svo algeng, að engum fannst til um svona ferðir. Það er helst nú, þegar maður er orðinn gamall og sér nýjustu tækni á öllum sviðum, að manni finnst lítt skiljanlegt að jafnvel unglingar skyldu þola svona vos og þrældóm án þess að bíða heilsufarslegt tjón af og einmitt þessir unglingar eru oft meðal þeirra heilsuhraustustu þegar þeir eru komnir á efri ár. Að lokum skal það tekið fram, að þessi frásögn er eingöngu 40

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.