Strandapósturinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Strandapósturinn - 01.06.1977, Qupperneq 45

Strandapósturinn - 01.06.1977, Qupperneq 45
Svo var miðinn brotinn saman og honum stungið í ofurlitla plastbuddu, sem síðan var fest ofan á farkostinn. Ekki var hún hásigld eða tignarleg, litla skútan, sem skreið af stað í liðugri sunnankælunni, en fljótt hvarf hún sjónum hins unga manns. Nú liðu dagarnir einn af öðrum og atburðir þeirra daga viku minningunni um litlu skútuna úr huganum. En svo eftir mán- aðartíma kom pósturinn með bréf — bréf til hans — og það var frá presti. Ekki þó prestinum í sókninni, ónei, heldur presti, sem hann hafði aldrei heyrt nefndan, séra Sigurði Norland. Hann sagðist eiga heima í Hindisvík á Vatnsnesi og hafa fundið litla skútu með nafni drengsins áfestu dag einn er hann gekk á rekann eins og sinn væri vandi. Nú vildi hann að drengur skrifaði sér og segði á sér frekari deili. Já, það var nú það. Drengur, sem er ekki farinn að ganga í skóla og hefur ekki verið um of fíkinn í fræðin heima hjá sér getur ekki áreynslulaust mundað pennann og skrifað presti og þá sér- staklega þegar presturinn skrifaði svona vel. Sök sér ef presturinn hefði verið í Afríku, eða þar sem öruggt var að drengur þyrfti aldrei að standa augliti til auglitis við hann. En svo átti hann bara heima úti undir Vatnsnesfjallinu, sem trónaði þarna hinu- megin við Húnaflóann. Það var ekki hægt. Því var það, að þrátt fyrir áskoranir og bænir heimafólks síns skrifaði drengurinn aldrei fræðimanninum hinumegin við flóann. Vissulega hefði hann þó litið villurnar og klórið mildum augum og eflaust haft ánægju af að fylgjast með uppvexti og þroska þessa pennavinar síns. En töluverða vegalengd hefir litla skútan verið búin að fara á þessum mánuði frá því að hún rann út á sjóinn úr höndum drengsins þar til hana bar upp í fjöru Guðsmannsins. Jóna Vigfúsdóttir frá Stóru Hvalsá 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Strandapósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.