Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Side 46

Strandapósturinn - 01.06.1977, Side 46
Sveinsína Ágústsdóttir frá Kjós: Minninga- brot i. Áður fyrr var það oft að skip leituðu undan vondum veðrum inn á Reykjarfjörð. Oft komu eyfirsk hákarlaskip inn á Kjósar- víkina, komu þá skipverjar í land er upp stytti, stundum margir saman. Aðeins ein stund frá því er mér minnisstæð. Amma mín Sigríður Pétursdóttir var ættuð úr Eyjafirði, úr Hörgárdal nánar til tekið. Ég var þá ung en man það þó svo vel og betur en margt er síðar gerðist. Amma var þá orðin öldruð kona og sat við rokkinn sinn, en þegar hún heyrði að eyfirskir menn væru komnir, stóð hún upp af rúminu, setti rokkuin til hliðar, þvoði sér og greiddi hárið, setti svo á herðar sér fallega „móttestið“, sem var úr sifrugarni, alsett dúskum og bundið saman að framan með snúnum þráðum og dúsk á hvorum enda, síðan gekk hún á fund komumanna ef ské kynni að hún kannaðist við ætt eða uppruna einhvers og minnir mig að hún gæti rakið ætt sína til eins þeirra, hét sá maður Flóvent, var það harla sérstætt nafn. Mikið þótti mér amma falleg þar sem hún sat þarna uppábúin og ræddi við sýslunga sína og sjálfsagt hefur hugurinn reikað á 44

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.