Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Síða 48

Strandapósturinn - 01.06.1977, Síða 48
til að raða þeim þannig saman að þau verði heil að nýju. Hver sem hefur átt því láni að fagna að alast upp með afa og ömmu á sínum bernsku og æsku-árum myndi hann hafa óskað sér annars betra? Ég held ekki. 2. Hugurinn reikar víða. Þegar aldurinn færist yfir og árunum fjölgar leitar hugurinn aftur í tímann og þá fyrst og fremst til þeirra, sem þá voru á manndómsaldri og settu svip á umhverfið á einn eða annan hátt. Eru það þá að vonum þeir sem næstir voru, nágrannarnir. Friðrik Söebeck og Karólína bjuggu í Reykjar- firði. Þau áttu stóran, glæsilegan barnahóp. Sumar dæturnar voru farnar að heiman er ég fór að muna til mín. Það voru tíðar samgöngur milli bæjanna, þótti mér ávalt mikill fengur að fá að fara inn í Reykjarfjörð með mömmu eða ömmu. Svo var farið að senda mig eina, oft eftir hestum, þeir sóttu mjög í góðgresið í Reykjarfjarðardal, sama var hvort ég var með öðrum eða ein míns liðs, ávalt fékk ég allskonar góðgæti hjá Karólínu eða dætrum hennar væri hún ekki heima. En mest um vert var þó hvað hún talaði fræðandi við mig, stelpukornið og vildi nú mikið til gefa að ég hefði haft þroska til að tileinka mér það er hún ræddi um, margt festist í minni þó sumt sé gleymt. Karólína var ættfróð og víðlesin og hlaut góða menntun á þeirra tíma mælikvarða og var á undan samtíðinni á mörgum sviðum. Það munu ekki hafa verið mörg sveitaheimili á þeim árum, sem prýdd voru húsgögnum og þeim ekki af verra taginu. Enn man ég kringlótta stofuborðið, sófann og stólana, ásamt mörgu fleiru, sem gaf stofunni í Reykjarfirði sérstæðan blæ. Og þá drifhvítu þiljurnar og gólfin, sem alltaf voru hvítskúruð. Friðrik átti góða hesta og var öruggur ferðamaður. Það kom sem af sjálfu sér að oft var til hans leitað til ýmissa ferðalaga. Var hann manna skjótastur að leysa úr vandá fólks hvernig sem á stóð. Hann var lærður beykir, en auk þess lagði hann gjörfa hönd á aðrar smíðar svo sem heimilið í Reykjarfirði bar vitni um, þar fór saman sérstæður þrifnaður húsfreyjunnar og hagleikur og snyrti- mennska húsbóndans. Það var svo gaman þegar sást að Friðrik 46
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.