Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Side 52

Strandapósturinn - 01.06.1977, Side 52
systir Ólínu kom eitt sinn sem oftar inn á Kúvíkur í verzlunar- erindum. Heyrir þá Jón á tal þeirra systra, þar sem Guðbjörg virðist ekki ánægð með samdrátt Jóns og Ólínu og telur eins og títt var þá, að oft væru skáldin auðnu smá. Ólína bar að vonum í bætifláka fyrir Jóni. Nokkru síðar gengur Jón þar um er Ólína var við störf og mælir. Þó mig glósur gangi á og gjarn óljósar sögur. Þér ég hrósa á meðan má menjarósin fögur. Þótti henni að vonum vænt um vísuna. Þess má geta, að Ólína kunni á efri árum þau býsn af vísum, sem hún setti fram í viðræðum og við ýms tækifæri og missti þar aldrei marks. Hún unni rímnakveðskap og lagði sinn skerf til að hann mætti sem bestur verða, með því að taka undir (sem kallað var) í endi hverrar vísu. Lágreist baðstofan ómaði af rímnakveðskap, sem yfirgnæfði rokka og kamba urg. (Gleðin spratt við arin þann). Unglingar voru ekki síður ánægðir en eldra fólkið, enda var orðið „vandamál“ lítt í munn tekið. 50

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.