Strandapósturinn - 01.06.1977, Side 55
Jóhannes frá Asparvík:
Fróðleiksmolar
Vatnsból
Það hefur löngum þótt til kosta á hverju býli, sem hefur haft
gott vatnsból. Best þóttu þau vatnsból þar sem vatnið kom beint
upp úr jörðinni tært og svalandi og var það kallað uppsprettu-
vatn. 1 þessu vatni er mikið af ýmsum jarðefnum, sem gerir það
mjög heilsusamlegt til neyslu.
Ekki voru öll býli svo vel sett, að eiga slíkt neysluvatn og varð
þá að grafa og byggja brunna til að leysa vatnsneysluþörf heim-
ilanna. Stundum þornuðu þessi tilbúnu vatnsból, ef miklir
þurrkar voru, einnig ef langvarandi frost voru og varð þá að
sækja vatn, oft langar leiðir. Af öllu þessu voru mikil óþægindi
og erfiði. Ein gerð þessara tilbúnu vatnsbóla var þó örugg með,
að ekki þryti þar vatn, en það voru brunnar, sem grafnir voru
niður fyrir sjávarmál. Þessir brunnar voru að sjálfsögðu mjög
djúpir, því það varð að grafa þá það langt frá sjó, að í stórbrimi
næði sjógangurinn ekki til þeirra, annars hefðu þeir orðið fullir
af þara og sjávarmöl. Það varð því að grafa mjög djúpt til að ná
nægjanlegu vatni í þessa brunna.
Þar sem þessir brunnar eru að mestu eða öllu horfnir og heyra
fortíðinni til, ætla ég að reyna að lýsa þeim, hvernig þeir voru
byggðir og hvernig vatnið var tekið úr þeim.
Þegar búið var að grafa brunninn, var hann yfirleitt hlaðinn
upp að innan með grjóti og var það oft með miklum hagleik gert.
Þetta var hringlaga hleðsla og brunnurinn hafður nokkru víðari
að ofan svo hleðslan stæði betur, oft var þessi hleðsla svo slétt og
falleg, að hvergi stóð horn á steini eða nibba út úr hleðslunni.
53