Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 56

Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 56
Einnig voru til brunnar, sem voru þiljaðir innan með borðviði söguðum úr rekavið. Fyrst var smíðuð grind innan í brunninn og borðin sett innan á grindina og kantarnir felldir vel saman, svo mold og önnur óhreinindi bærust ekki gegnum þilið, þessi þil- klæðning náði upp fyrir brunnbarminn og ofan á hana kom svo lok úr þykkum borðum, sem sett var yfir brunninn, fyllt var að klæðningunni þar sem hún stóð upp fyrir jarðveginn í kring og settar grónar þökur yfir, svo ekki færu óhreinindi í brunninn þegar hann var opnaður. I botninn á brunninum var sett hrein sjávarmöl. Oft mynduðust svellbólstrar í kring um þessa brunna og þar sem hallaði frá þeim, var oft óþægilegt að komast að því að ná vatni úr þeim, varð þá að höggva spor í klakabólsturinn. Við þessa brunna var notuð vinda til að draga vatnsfötuna upp, fatan var fjórköntuð, mjórri neðst, en víkkaði út þegar ofar dró. I botni fötunnar var ventill er opnaðist þegar vatnið þrýstist upp í fötuna og þannig fylltist hún af vatni. Ventillinn var þannig útbúinn, að fyrst var bót úr leðri nokkuð stærri en gatið á botni fötunnar, annar endi leðurbótarinnar var negldur fastur í fötubotninn og var sveigjanleiki leðursins nægur til að ventillinn opnaðist og vatnið streymdi inn í fötuna. Ofan á leðurbótina var sett tréplata úr þungum viði jafnstór leðurbótinni á þrjá vegu, fasti endi leðursins stóð út fyrir trélokið, leðurbótin var negld á þessa tréplötu og þannig hélt tréplatan leðrinu í réttum skorð- um. Þegar svo vindunni var snúið og fatan lyftist, lokaði vatns- þunginn ventlinum og þannig var vatnið dregið upp og hellt i önnur vatnsílát, sem það var svo borið í til húsa. Fatan var höfð allþung svo hún sykki betur og fylltist fljótar. Handfang var á fötunni, það var úr járni, endarnir voru beygðir í vinkil og stungið utan frá í gegnum göt í fötubarminum og náðu vel inn úr tréþykktinni. Vindutaugin, sem var ýmist úr kaðli eða saman- snúnu snæri, var fest í handfangið og lá upp á vinduásinn, er var trésívalningur ca 4 tommur í þvermál. I enda vinduássins voru settir öxlar úr járn iog á brunnbarmana sitt hvoru megin voru settir uppstandarar en efst á þeim voru járnlykkjur, sem öxlarnir lágu í. Sveif var á vinduásnum og var hún föst, með henni var 54

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.