Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Side 57

Strandapósturinn - 01.06.1977, Side 57
vinduásnum snúið, við það vafðist vindutaugin upp á ásinn og dró fötuna upp. Stundum kom það fyrir, að bandið í fötunni slitnaði og var þá smíðaður stigi, hæfilega langur og farið eftir honum niður í brunninn til að ná í fötuna. Yfir þessa brunna var rammlega byggt, svo ekki hlytist slys af. Lok á hjörum var á þessari yfirbyggingu, er var opnað þegar vatn var sótt í brunninn. Þessu loki var læst með tréloku, er gekk í keng í yfirbyggingunni. Þessi kengur var oft úr troðinni hesta- skeifu. Lokan var rekin föst í, svo börn næðu henni ekki úr og færu sér að voða og var henni fest við lokið með sterku bandi. Ef brunnar voru ekki mjög djúpir var notað áhald,, sem kallað var kæna. Kænan líktist að sumu leyti austurstrogi í bát, nema hún var dýpri. Kænan var mjórri neðst og víkkaði upp, þrjár hliðar hennar voru beinni upp, en framhliðin var hallandi fram svo betra væri að hella úr henni. Skaft var á kænunni og var því lengra, sem brunnurinn var dýpri. Skaftið var fest á bakhlið kænunnar og var stundum hafður hnúður efst á því svo það rynni síður úr hendinni þegar ausið var. I sambandi við kænuna, má geta þess, að mjög litlir bátar voru kallaðir kænur og mun sú nafngift vera dregin af stærð og útliti brunnkænunnar. Oft voru þessi nöfn á bátum viðhöfð í niðrandi merkingu, svo sem smákæna, gaflkæna, fúakæna og manndrápskæna. Tréílát til matvælageymslu Áður fyrr, meðan venja var að birgja heimilin upp af matar- forða fyrir veturinn, og geymsluaðferðir voru þær, að matvæli voru súrsuð eða söltuð, þá þurfti góð ílát til að súrsa eða salta matvælin í. Þessi ílát voru smíðuð úr rekaviði og var vandað til smíðinnar, því ekki máttu þessi ílát leka og einnig þurftu þau að endast sem best. Stundum voru þau grafin til hálfs niður í búrgólfið og voru það yfirleitt mjög stór ker, sem sýru var safnað í, samanber þegar sýrukerið bjargaði lífi Gissurar í Flugumýrar- brennu. Eftir að ég man til, voru þessi niðurgröfnu geymsluker 55

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.