Strandapósturinn - 01.06.1977, Qupperneq 58
horfin, en þá voru algengir svokallaðir sáir, þeir voru af ýmsum
stærðum, sumir allstórir, girtir með trégjörðum, sem kallaðar
voru girði.
A vorin mátti oft sjá á bæjum, þessi ílát standa út við bæjar-
lækinn, full af vatni, svo þau gisnuðu ekki, þegar svo átti að nota
þau, voru þau þvegin vandlega.
Við geymslu matvæla, var mjög áríðandi að hreinsa mjög vel
öll ílát, sem átti að geyma mat í. Þau voru þvegin með hross-
hársþvögu, en það var prjónaður ferkantaður leppur úr hross-
hári og í staðinn fyrir þvottaefni var notaður sandur, hann var
settur í þvöguna og ílátið rifið og pússað og við það varð það
mjög hreinlegt á að sjá. Væri ílátið hinsvegar orðið gamalt og
tréð farið að drekka í sig sýruna eða pækilinn, þá var það brennt
innan. Það var gert þannig, að ílátið var þurrkað, því næst voru
settir viðarspænir í ílátið og kveikt í. Þegar ílátið hitnaði, kvikn-
aði í því og við hitann kom út úr viðnum öll bleyta er hafði sest í
hann. ílátinu var velt fram og aftur á meðan logaði í því, svo
bruninn yrði sem jafnastur, þannig myndaðist þunnt, en jafn-
þykkt lag af bruna innan um allt ílátið, þá var eldurinn slökktur
og bruninn skafinn með eggjárni innan úr ílátinu og var það þá
orðið að notagildi, næstum því eins og nýtt. Oft voru ný ílát
brennd þannig, til að losna við hugsanlegt viðarbragð af mat-
vælunum.
Vika sjávar
Áður en farið var að mæla vegalengdir á sjó í sjómílum, var
annar mælikvarði notaður, en það var „Vika sjávar“. Ein vika
sjávar var sem næst 1 míla dönsk, eða fjögurþúsund faðmar.
Ég set hér til gamans hvernig vegalengdin frá Grænanessandi
norður í Selsker á Ófeigsfjarðarflóa var mæld í vikum sjávar.
Vika sjávar var talin frá Grænanessandi, að Selaklökkum, frá
Selaklökkum í Rostungsklett, frá Rostungskletti í Reykjanes, frá
Reykjanesi í Malarhorn, frá Malarhorni í Bjarnarneshöfða, frá
Bjarnarneshöfðum í Klakk við Sveinanes, frá Klakk í Brimnes,
frá Brimnesi í Skeiðklett í Byrgisvík, frá Skeiðkletti í Gjögurhlein
56