Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Síða 60

Strandapósturinn - 01.06.1977, Síða 60
Eigi mátti kasta steini í sjóinn í þá átt er bátur var í á leið til lands. Það þýddi að sá, er kastaði, vildi ekki að báturinn næði landi. Ef menn voru sjóveikir, batnaði þeim sjóveikin ef þeir höfðu torfusnepil undir fótunum. Einnig kom fyrir, að einstöku maður átti erfitt með að losna við þvag úti á sjó, ef veltingur var. Við því var talið ágætt ráð að hafa torfusnepil undir fótunum. Eigi mátti gera við fatnað sjómanns á sunnudegi, þá rak ekki lík hans, nálsporin héldu honum við botninn. Þegar stórlúða var innbyrt, var hvíta hliðin alltaf látin snúa upp í bátnum. Það var gert til þakklætis fyrir kjördráttinn. Sá er dró lúðu átti Vaðhorn og Sporð óskipt, sá er færði í lúðuna átti íburðarliðinn óskiptan, íburðarliður var fremsti hluti hryggsins, frá haus og aftur að spilding, spildingur var kallaður hryggurinn frá kviðarholi aftur að sporði. Vaðhorn var fremsti hluti kviðbeltis. Gall úr fiski var notað með góðum árangri við bólgu. Það var borið á bólguna, og taldi fólk, að það fengi af því góðan bata. Eigi mátti kveða þegar matur var á borð borinn, það var að kveða sult í búið. Eigi máttu börn og unglingar ganga afturábak, það var að ganga foreldra sína niður í gröfina. Eigi mátti tálga ’tré á helgum degi, ef það var gert, skyldi brenna spænina í lófa hins seka. J-J. 58
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.