Strandapósturinn - 01.06.1977, Qupperneq 60
Eigi mátti kasta steini í sjóinn í þá átt er bátur var í á leið til
lands. Það þýddi að sá, er kastaði, vildi ekki að báturinn næði
landi.
Ef menn voru sjóveikir, batnaði þeim sjóveikin ef þeir höfðu
torfusnepil undir fótunum. Einnig kom fyrir, að einstöku maður
átti erfitt með að losna við þvag úti á sjó, ef veltingur var. Við því
var talið ágætt ráð að hafa torfusnepil undir fótunum.
Eigi mátti gera við fatnað sjómanns á sunnudegi, þá rak ekki
lík hans, nálsporin héldu honum við botninn.
Þegar stórlúða var innbyrt, var hvíta hliðin alltaf látin snúa
upp í bátnum. Það var gert til þakklætis fyrir kjördráttinn.
Sá er dró lúðu átti Vaðhorn og Sporð óskipt, sá er færði í
lúðuna átti íburðarliðinn óskiptan, íburðarliður var fremsti hluti
hryggsins, frá haus og aftur að spilding, spildingur var kallaður
hryggurinn frá kviðarholi aftur að sporði. Vaðhorn var fremsti
hluti kviðbeltis.
Gall úr fiski var notað með góðum árangri við bólgu. Það var
borið á bólguna, og taldi fólk, að það fengi af því góðan bata.
Eigi mátti kveða þegar matur var á borð borinn, það var að
kveða sult í búið.
Eigi máttu börn og unglingar ganga afturábak, það var að
ganga foreldra sína niður í gröfina.
Eigi mátti tálga ’tré á helgum degi, ef það var gert, skyldi
brenna spænina í lófa hins seka.
J-J.
58