Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 63

Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 63
Jóhannes Ásgeirsson: Svipmyndir frá Borðeyri og Hrút- firðingum Ég mun hafa verið 7 ára gamall þegar ég fór til Borðeyrar í fyrsta sinn með Gísla Jóhannssyni, fóstra mínum, sem þá bjó í Pálsseli í Laxárdal, Dalasýslu. Sá bær stendur næst Laxárdals- heiði, sunnan Laxár. Gísli flutti að Pálsseli um síðustu aldamót og bjó þar til ársins 1943, en þá flutti hann að Lambastöðum í sömu sveit. Það sem ég man úr þessari ferð er aðeins tvennt. A þeim tíma náði verslunarsvæði R.P. Riis-verslunar á Borðeyri norður i Víðidal og Vatnsdal og suður í Miðdali. Það var því oft mannmargt á Borðeyri í þá daga. Þegar við vorum komnir suður á melendann, þar sem hallar niður á „plássið“ heyri ég að tveir menn voru að tala saman. Annar þeirra var eldri maður með mikið skegg. Fóstri minn sagði mér að hann héti Jónas og væri bóndi á Húki í Miðfirði. Þá heyri ég að Jónas segir við manninn: „Þú rekur nú við hjá mér þegar þú ferð norður.“ Ég hafði aldrei fyrr heyrt svo tekið til orða í þessu sambandi. Svo var það síðar þennan dag að fóstri minn var að tala við mann sem hann þekkti. Mér varð starsýnt á hann, því það rann svo mikið úr augunum á honum. Ég hélt að hann væri að gráta og ætti ákaflega bágt, en svo var ekki. Þetta var einhver sjúkleiki í augunum. Maður þessi hét Jón Andrésson og átti þá heima á 61

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.