Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 67

Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 67
maður, greindur og vel hagmæltur. Margar vísur hans og bragir eru þjóðkunnir. Hann vann alltaf í sláturhúsinu á Borðeyri á haustin. Þar unnu fleiri hagyrðingar og var þar oft kastað fram vísum. Eitt sinn tóku þeir sig saman og gerðu brag um alla þá sem unnu í sláturhúsinu. Þeirra á meðal var Eiríkur Lýðsson frá Bakkaseli. Hann hafði þann starfa að bera kjötskrokka inn í kælinn. Eitthvað átti hann líka að skera í þá með sérstökum hníf. Vísan um Eirík var svona: Oft á kvöldin Eiríkur ástarljóðin syngur og kjóthníf sínum kófsveittur á kaf í lœrin stingur. Guðlaugur átti son sem Böðvar heitir. Hann var á þessum árum rétt við fermingaraldur. Eitt sinn sá Böðvar mann einn vera að leysa upp tösku sína og taka upp úr henni flösku. En á þeim árum var bruggað. Þá gerði Böðvar þessa vísu: Lotinn standa leit ég mann leysa band frá tösku Og að vanda hafði hann hálfa landaflösku. Guðni Einarsson á Óspaksstöðum, faðir síra Jóns Guðnasonar og þeirra systkina, var vel hagmæltur. Eftir hann er þetta kvæði sem mikið var sungið í fyrri tíð. Það er svo lítiðyndi að eiga að sitja hjá í nöprum norðan vindi og nötra eins og strá. Þá lceðist þokan leiða um laut og þýfgan völl og byrgir háar heiðar og hrími þakin fjöll. 5 65

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.