Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 68

Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 68
Einnig er þessi þjóðkunna visa um Laxdælinga eftir Guðna: Laxdœlingar lifa flott leika sér á kvöldin Þeim að sofa þykir gott þegar vaknar fjöldinn. Jón Marteinsson bóndi á Fossi í Hrútafirði var mjög skýr og skemmtilegur. Hann var vel ritfær og skrifaði greinar í blöð og tímarit. Einnig var hann vel hagmæltur, og eru sumar vísur hans töluvert kunnar. Á seinni árum var hann í fjölda mörg ár hlið- vörður á Holtavörðuheiði og kynntist þá mörgum. Hann var mjög vinsæll í þessu starfi og því oft gestkvæmt hjá honum, og var stundum þröngt á þingi í litla skúrnum hans. Fyrir og um aldamótin síðustu ráku veitingahús á Borðeyri hjónin Jón Jasonsson og Þóra Guðjónsdóttir. Jón lést árið 1902. Þóra rak veitingahúsið áfram í nokkur ár eftir lát manns síns. Þau áttu þrjú börn. Þar á meðal son sem Torfi hét. Hann var á líkum aldri og ég. Hann kom venjulega á hverju sumri að Páls- seli og dvaldi þar í tvær til þrjár vikur. Ég var þá á níunda árinu, og farinn að sitja hjá kvíaánum langt suður á fjalli. Þar var oft svört þoka svo dögum skipti. Mér leiddist hjásetan. Torfi var alltaf hjá mér meðan hann var hjá okkur. Við vorum báðir með allan hugann við að veiða síli í svonefndu Kikagili. Og vorum sennilega ánægðari yfir þeirri veiði, en þeir sem græða milljónir á útgerð nú á tímum. Aldrei gleymdi ég mér svo að ég tapaði af ánum. Torfi var bráðfjörugur og efnilegur drengur. Hann átti efnaða foreldra svo framtíðin virtist blasa við honum. Eg aftur á móti heilsulítill og átti engan að nema fóstra minn sem var fátækur. Mín framtíð virtist ekki glæsileg. En þetta fór á annan veg. Torfi átti erfiða ævi, en ævi mín hefur orðið á ýmsan hátt betri, en mig gat dreymt um. 66

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.