Strandapósturinn - 01.06.1977, Síða 69
Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka:
• •
Ogurstund
Hrólfur afgreiðslumaður á bifreiðastöðinni Geysi við Kalk-
ofnsveg í Reykjavík var að koma út úr dyrum stöðvarinnar af
næturvakt þegar hann nam staðar og leit í kringum sig. Þessi
júlímorgunn árið 1942 var næstum of fagur til þess að vera
raunverulegur. Himinninn var allur sem glóandi gull í skini
nýrisinnar sólar, og ekki aðeins himinninn, því að húsin, flóinn
og fjall Reykjavíkur, Esjan, höfðu fengið hlutdeild í ólýsanlegri
ögurstund.
— Nei, nú er betra að vaka en sofa, sagði Hrólfur upphátt við
sjálfan sig um leið og hann lagði leið sína upp á Arnarhólstún. —
A slíkum stundum er synd að sofa, hugsaði hann og var nærri
hnotinn um unga stúlku, sem svaf í örmum bresks hermanns, en
hann hafði breitt kápu sína yfir þau bæði. Döggvott grasið var
ástarbeður þessa æskufólks, og þótt himinninn greti gulltárum
skipti það engu. Þau höfðu átt sína óskastund og verið til hvort
fyrir annað.
Hrólfur gekk hægt frá þeim til þess að trufla þau ekki og leit
upp túnið. Mynd landnámsmannsins, Ingólfs Arnarsonar,
gnæfði steypt í eir köld og fjarræn, en á bekk neðan við hana sátu
tveir menn sem Hrólfur bar kennsl á.
Þeir voru skáld og í hans augum meiri menn en aðrir. Annar
þeirra, þrekvaxinn maður með breitt andlit þýddi svo vel erlend
ljóð að þau urðu alíslensk, en hinn smávaxinn maður með
háðsglott á vör, en hyldjúpa viðkvæmni í augum var ekki síður
snillingur því að hann hafði m.a. gert áður óþekkt holt á Sel-
tjarnarnesi að íslenskum hauskúpustað. Þjáningin, viðkvæmnin
67