Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 70
og háðið áttu hvert sinn streng á hörpu þessa unga meistara sem
var meira bæjarbarn en margir aðrir þótt dalborinn væri.
Þessa menn hafði Hrólfur oft séð sitja á bekk Ingólfsstyttunn-
ar, en þeir þekktu hann ekki, og því gat hann sest nálægt þeim og
reynt að heyra eitthvað af vörum þeirra sem hann gæti notið. En
það var sem fyrr þeir þögðu. E.t.v. voru orð þarflaus þeirra á
milli. Þögnin var þeim kærust í morgunkyrrðinni.
Drukkinn maður kom frá Hverfisgötu slangraði í átt til
skáldanna og veifaði tómri flösku. — Sælir, drengir, hrópaði
hann. — Reykjavík stendur enn.
Skáldin virtu þennan vínsnauða víndýrkanda ekki viðlits en
risu upp, gengu niður Arnarhólinn og stefndu á torgið.
Hrólfur forðaði sér líka og gekk heim á leið. Litaleik morg-
unsins var að ljúka og nýr starfsdagur að taka við í bæ sem var að
breytast í borg. Elskendur, skáld, flöskumaður og vökuþreyttur
afgreiðslumaður voru örlítill hluti þess margbreytilega mannlífs
sem Reykjavík geymdi í skjóli fjalls síns.
— Esjan, hugsaði Hrólfur, — Esjan er tákn borgar sem ann
börnum batnandi daga.
68