Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Side 75

Strandapósturinn - 01.06.1977, Side 75
Guðrún Jónsdóttir frá Kjós: Laun heimsins (Gömul saga) Ólöf skaraði í eldinum. Skelfing var hann nú dauðalegur þennan dag, það gerði víst þetta þunga loft, — og svo var nú vélarskömmin orðin hálfgerður garmur. Það var nú svo sem ekkert undarlegt, hún var komin til ára sinna, því gömul var hún, þegar þau Stefán keyptu hana, og svo var nú heldur aldrei dyttað áð neinu á þessu heimili. Hún ætlaði að hita kaffilögg, því einhvern veginn fannst henni að einhver mundi líta inn í kotið í kvöld. Krakkarnir voru sofnuð, og hún vonaði aðeins að Stefán léti ekki sjá sig þessa nótt. Hún varp öndinni mæðulega. —Já, hvað skyldi hún móðir hennar hafa sagt, ef hún hefði lifað, blessunin, — en guð hafði gefið henni hvíldina nægilega snemma til þess að þurfa ekki að horfa upp á vesaldóm dóttur sinnar. Ekki hafði henni litizt á Stefán, eða þann ráðahag. Það var nú samt mikill munur þá, hann vann þó alltaf, enda þótt hann skvetti í sig af og til, og glæsimenni var hann —- því gat enginn neitað, og af góðu fólki kominn, en nú var ekki sjón að sjá hann, og aldrei gat hann tollað í neinni vinnu neins staðar. Það var verst hvað börnin voru hrædd við hann, þegar hann kom drukkinn heim. Þá var hann svo mikill fyrir sér, þó að hann þess á milli væri þeim fjarska góður. Oft hafði hún ætlað sér að yfirgefa hann, en það var ekki í nein önnur hús að venda, og þessi skúrgarmur var þó betri en úti, vegna barnanna. Það voru víða slæmar aðstæður, en það var víst vilji himnaföðurins, eða því var að minnsta kosti útbýtt meðal sauða hans. Oft hafði hún hug- hreyst sér aumara fólk. Hún greip stundum i spil þegar næði var, og lagði stjörnu. Kannske yrði henni reiknað það til syndar, en það varð þá svo að vera. Hún hafði oft rekið sig á það, að það 73

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.