Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Síða 76

Strandapósturinn - 01.06.1977, Síða 76
kom mikið af því fram, og ef fólk hefði gaman af þessu, þá var það því víst ekki of gott. Stundum hafði hún séð raunamædd andlit verða uppljómuð af bjartri von. Aldrei hafði hún tekið neitt af neinum fyrir þetta, en það kom samt ekki ósjaldan fyrir að hún fékk hjartans þakklæti frá einum og öðrum og góður hugur var alltaf mikils virði. Hún var nú trufluð í hugsunum sínum — það var bankað á dyrnar. Hún opnaði. Dökkhærð, fölleit kona skauzt inn fyrir. „Góða kveldið, Ólöf mín, hvernig líður hjá þér?“ „Þakka þér fyrir, svona líkt og vant er, nema Stefán hefir verið með verra móti upp á síðkastið. En hvað þýðir að tala um það, honum er ekki sjálf- rátt, aumingjanum.“ „Nei, það er víst satt“, mælti grannkonan, „en nú er ég komin til að biðja þig bónar og þætti mér vænt um, ef þú gætir liðsinnt mér. Þú kannast við hana Fríðu, systurdóttur mína. Hún á ósköp andstreymt eins og er, og hana langar fjarska mikið til að fá að tala við þig. Ég held það væri velgerningur — þetta er nú unglingstetur, sem þekkir lítið mótlæti lífsins enn þá. Annars ætla ég ekkert að segja þér nánar um hennar hagi, þér finnst það ef til vill verra. Ólöf þagði stundarkorn, en sagði svo: „Ætli ekki sé bezt þú látir hana koma, við skulum sjá, hvað ég get fyrir hana gert. Þú kemur þá með henni og færð kaffisopa um leið.“ „Hjartans þakkir“, sagði Rósa grannkona, „ég skrepp þá yfrum til mín og sæki telpuna, og kaffið þigg ég með þökkum.“ Að svo mæltu fór hún. Ólöf gekk að tréborðinu, sem var millum rúmanna, lagaði til eftir beztu getu, settist síðan á kofort, sem hún var vön að sitja á við slík tækifæri og fór að stokka spilin. Eftir litla stund kom Rósa, og í fylgd með henni ung og mjög lagleg stúlka. Ólöf virti hana fyrir sér, hún hafði ekki séð hana fyrr. Stúlkan var grönn og fíngerð, ennið hátt og bjart, augun blá, en dálítið köld. Andlitið var frítt, en ekki að sama skapi svipmikið, sérstaklega var hún sviplaus kringum augun. Stúlkan sagði til nafns síns. Þær tókust í hendur — handtakið 74
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.