Strandapósturinn - 01.06.1977, Side 79
blæddi úr, og stappaði niður fótunum, til að reyna að fá líf í þá.
Henni var litið yfir götuna. Þar stóð stórt steinhús umkringt
fallegum garði. Ljós logaði í fjórum gluggum. Allt í einu datt
henni dálítið í hug: Þarna bjó einmitt stúlkan, sem hún hafði
spáð fyrir. Það voru nú rúm 2 ár síðan. Allt hafði henni gengið að
óskum, og hún hafði heitið því að gleðja hana, ef allt færi vel. Já,
það væri nú bezt að hún hreinlega bæði hana að gefa sér fyrir
leigubíl. Hún hafði að vísu aldrei beðið um nokkurn hlut, en
stúlkan hafði haft svo ákveðin orð um að launa henni, að hún
herti upp hugann og gekk yfir götuna.
Það ískraði í hjörunum á stóra járnhliðinu. Hún gekk hikandi
upp tröppurnar og hringdi dyrabjöllunni. Dálitla stund beið
hún, svo var kveikt ljós fyrir innan. Hurðin opnaðist, og frú
Hallfríður Sigurjónsson stóð í dyrunum. „Gott kveld“, sagði
Ölöf, „þér munið kannske ekki eftir mér?“ , Jú, jú, mikil sklefing,
gerið svo vel og komið inn fyrir“, sagði frúin. Ólöf kom inn í mjög
skrautlega stofu, að henni virtist. — Djúpir stólar, arineldur,
málverk, reykborð, gólfteppi. Þetta var víst anddyrið. Ólöf gaf
konunni gætur, en þá fann hún þetta flóttalega í fari hennar,
jafnvel ennþá meira en þegar þær sáust fyrst.
„Finnst yður, Ólöf mín, ég ekki búa skemmtilega?“ sagði frú
Hallfríður. „Þér hefðuð náttúrulega haft gaman af að sjá húsið,
það er bara indælt, — en því miður er ég nú boðin út, og fer alveg
að fara, þér lítið inn seinna, þegar betur stendur á.“
Ólöfu var örlítið byrjað að hlýna. Hún varð dálitið vand-
ræðaleg, en herti sig upp og sagði: „Ég ætlaði nú ekkert að
stoppa. Ég ætlaði bara að vita, hvort það stæði svo vel á fyrir
frúnni, að hún gæti gefið mér fyrir bíl?, ég er hálflasin“, bætti
hún við eins og afsakandi. Brýrnar á frú Hallfríði hófust dálítið
upp, en sigu niður aftur.
„Mér finnst ákaflega leitt, Ólöf mín, að þurfa að neita yður
um svona lítið. Það stendur bara svo á hjá mér, að ég hefi ekki
nema 1000 krónur, — en hérna í næstu götu fyrir neðan er nú
hægt að ná í strætisvagn á 15 mínútna fresti, að ég held. Þér
skuluð endilega reyna það.“ ,Já, takk, ég geri það“, sagði Ólöf.
„Verið sælar frú. Ég mun ekki ónáða yður framar.“ Ólöf var rjóð
77