Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 81

Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 81
Egill Halldórsson: Á feðra slóðum Ég er sonur Halldórs Jónssonar, sonar Jóns Guðmundssonar sem var bóndi að Þorpum í Steingrímsfirði og Elínborgar Benediktsdóttur konu hans. Pabbi flutti ungur frá Þorpum að Króksfjarðarnesi, var þar í nokkur ár, en fluttist svo til Dýrafjarðar, þar sem hann stundaði nám í vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar og við það fyrirtæki vann hann meðan kraftarnir entust. Oft leitaði hugurinn á æskuslóðirnar og oft sagði hann mér sögur þaðan, þegar ég var lítill, mest voru það veiðisögur og oft var byssan einhvers staðar með í förinni. Afi var slyngur með byssuna og færði hún oft björg í bú. Býsna vel fylgdist pabbi með öllu sem gerðist í Steingríms- firðinum því um árabil kom Benedikt Grímsson bóndi á Kirkjubóli á hverju hausti vegna kjötmats og á síðari árum kom Benedikt Þorvaldsson með honum. Dvöldu þeir á heimili pabba meðan þeir höfðu hér viðdvöl, svo þarna var um reglulegan frændafund að ræða. Þetta voru stundir sem hlakkað var til allt árið og þurfti þá pabbi margs að spyrja. Ég hafði komið til Steingrímsfjarðar á síldveiðum, verið með 79

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.