Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 82

Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 82
að fá góð köst í eyjasundinu og hafði fengið að sjá þá fegurð sem pabbi hafði verið að lýsa fyrir mér, „þegar sólin var að koma upp, logn um allan flóann og máttlausar þokuslæður hangandi á stöku stað, eins og þær hefðu verið hengdar upp til skrauts“. En ég hafði aldrei komið að Þorpum og löngunin að koma þangað ágerðist svo loks var konu og börnum troðið inn í Landroverbifreið sem ég átti og ekið af stað norður. Á leiðinni var konan mín orðin reið við mig, vegna þess að ég neitaði að nota vegakort, sagði að ég hlyti að rata á feðraslóðir. Að Þorpum komum við seinni part dags, og var þar vel tekið af frændfólkinu. Um kvöldið var ég búinn að spyrjast fyrir um tófuhúsið hans afa og fór að skoða það. Veggirnir og sperrurnar voru heilleg og undi ég mér vel við að skoða alla staðhætti og hversu haganlega þessu hafði verið fyrir komið. Rölti ég svo heim í kvöldblíðunni og hugsaði gott til morg- undagsins að skoða ströndina og sjá víkur og sker, sem pabbi hafði sagt mér frá. Um nóttina dreymdi mig að ég var kominn upp að tófuhús- inu, þannig staðsettur að ég sá sjálft húsið og vel í kring um það. Það var ekki bjart og ekki myrkur, en einhvern veginn sá maður allt mjög vel. I tófuhúsinu sat maður, á hnjánum lá byssa. Ég sá mjög vel útlínur mannsins, en ekki andlitsdrætti. Nú kemur tófa framhjá skothúsinu, byssan lyftist og hún var skotin þannig heldur það áfram, fleiri tugir. Allt í einu lít ég upp með Þorpagilinu, þarna er eitthvað dökkt á ferð og fer mikinn, þegar það nálgast sé ég að það er refur og var eins og hann svifi áfram, svo mikill var hraðinn. Auðséð var að hann kæmi í færi frá húsinu, en ferðin var gífurleg. Ég sá byssuna lyftast og fylgja honum eftir, nú var hann orðinn þvert, en ekkert skeði, afstaðan breyttist í 45% í viðbót, þá gerðist eitthvað. Hann kipptist til, eins og tognaði úr honum, en hann lækkaði að framan, nam við jörð og skoppaði eins og hnykill, uns hann stoppaði . . . steindauður. 80

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.