Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Side 83

Strandapósturinn - 01.06.1977, Side 83
„Þorpagilið“ Þarna fékk ég að sjá það besta skot sem ég hef séð um ævina. Þarna var ekki um neitt annað að ræða, beðið þangað til best visaði við að skjóta fram í holið óvarið. Um morguninn þegar ég vaknaði, endurnærður eftir góðan nætursvefn og draumur næturinnar var ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum minum, fannst mér ég hafa hlotið ríkuleg laun ferðarinnar norður. Ég hef oft hugsað um þennan draum síðan og að afi skyldi fá að setja á svið fyrir mig atvik margra áratuga gömul, því ég hef aldrei efast um að það hafi verið hann sem var í tófuhúsinu. Mér hefur oft síðar á lífsleiðinni verið hugsað til þessarar ferðar minnar í Steingrímsfjörð. Ég held, að ef ekki hefði verið tófuskytteríið með afa, hefði ferðin ekki haft hálft gildi fyrir mig. Ég er oft búinn að koma norður síðan og hef haft það fyrir reglu að nema staðar á heiðinni, þegar Steingrímsfjörðurinn er að lokast og alltaf hefur mér fundist eitthvað verða eftir af mér fyrir norðan. Römm er sú taug . . . 6 81

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.