Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 88

Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 88
24. Jón sá Bjarna vottast ver, virðing þarna og heiður ber, drjúgum gjarn á dugnað er, dável farnast athafnir. 25. En húsfreyju Ingveldi, ýtar segja valkvendi. Gísla eigið afkvcemi, að sem hneigist mannhylli. 26. Þórustöðum einn er á yggur nöðruvalla sá, heiðri glöðum hrósa má héraðs tröðum öllum frá. 27. Gæða siðum sannprýddur, semur sniðugt búreglur. Ýtum liðsemt oft velur Andrés niður Guðmundur. 28. Handar mjalta virtur ver vífið fallegt eignar sér, grein er snjalla gáfna ber, Guðrún kallast Jónsdóttir. 29. A thöfn góðri og gestrisni gegnir fljóð með kurteisi og ber hróðurs almœli í Ijósmóður stéttinni. 30. Jón á byggir Brunngili, bragna hryggir sá ekki. Venju tryggist vandaðri vœnn og hygginn Jóns niðji. 31. Hans Sigríður heitir fljóð, hana þrýðir skikkun góð. Gísla tíðum gleymist fljóð, gimsteinshlíðin ung og rjóð. 32. Jónsson Gísli þcegur þá þarna sýslar bús við stjá. Styggða sýslan stefnir frá stjörnukvíslar týrinn sá. 33. Snartartungu einnig að áralungur nera trað. Baðm náunga býli það búnaðsþunga er áskipað. 34. Þórður arfi Ásmundur œrustarfi gagntamur. Virðist þarfur velnefndur vengiskarfa Ijósmeiður. 35. Þá er Hildur húsfreyja hög á snilldir mannkosta. Hrundin milda handþvita hreppir gildi virðinga. 36. Brynjólfs frigg af faðerni, faldatrygg er nefnandi. Greinda hygg ég hringsþrúði, hún er dygg í mannlífi. 37. Þórðar kundur Einar er ómegð bundinn stœrstu hér. Helzt má undra, hvað hann ber hyggju og mund aðfleyta sér. 86

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.