Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Side 97

Strandapósturinn - 01.06.1977, Side 97
heim, hefðum við komið að túngirðingunni á auðþekkilegum og ákveðnum stað og það hvarflaði að mér, að fróðlegt væri hvað hundurinn væri nákvæmur með stefnuna, ekki efaðist ég um ratvísi hundsins eftir að hann hafði tekið svo ákveðna forystu. Eftir alllangan tíma að okkur fannst og nokkrar byltur, því skyggni var sama og ekkert, komum við að túngirðingunni á nákvæmlega þeim stað, sem ég reiknaði með. Hundurinn hafði fylgt þráðbeinni stefnu, sem hefði ekki getað verið nákvæmari, þó dregin hefði verið með reglustiku. Við komum brátt til bæjar nokkuð hraktir og vonsviknir yfir því að hafa ekkert fundið af fénu. En mikið erfiði og tíma hafði hundurinn sparað okkur, með því að taka svona ákveðna forystu, þegar okkur lá nokkuð við. Með birtingu morguninn eftir hafði hriðinni létt, og var þá rokið af stað. Megnið af því fé, sem vantaði, fundum við í einum hóp, og kom þá í ljós, að ég hafði gengið fáa faðma frá því í fyrri ferð minni. Nokkrar kindur hafði hrakið töluvert langt, en þær fundust fljótlega, tvær kindur hafði fennt og fundust þær ekki fyrr en nokkru síðar. Að ekki fór verr en þetta, var aðeins af því, hvað hríðin stóð stutt. Af hundinum Hvutta eru til margar sögur, er sýna vitsmuni hans og hæfileika, en þær eru svo ótrúlegar, að ekki þýðir að segja þær, því að fáir myndu trúa. 95

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.