Strandapósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 21
skorið í sundur eftir endilöngu keflinu og féll það þá af í þéttum
hringum, sem síðan voru tánir sundur. I þessum hringum hélt
hárið sér vel og lengi og sængur og koddar með því í voru bæði
mjúkar og entust vel og sennilega mikið hollari en fiðursængur.
Ráð við hrossasótt
Lagað var kaffi, 250 gr af brenndum kaffibaunum í 1 lítra af
heitu vatni og því síðan hellt niður í hrossið. Ef það dugði ekki
var gefin stólpípa, blandað saman volgu vatni og lýsi, best þótti
andnefjulýsi.
Annað ráð við hrossasótt
Ef hryssa fékk hrossasótt var hreinn sveinn látinn afklæðast og
settur klofvega upp á makka hryssunnar fyrir aftan eyrun og
renna sér svo aftur eftir baki hennar aftur af lendunum.
Ef hestur fékk hrossasótt, var hrein mey látin fara eins að.
Þetta mun vera mjög gamalt ráð, og var ekki notað nema þegar
önnur ráð, eins og stólpípa og sterkt kaffi dugðu ekki.
Hvalkvörn
Hvalkvörn var látin í drykkjarvatn dýra og talið mjög heilsu-
samlegt.
Lækningajurtir og önnur lyf til heimilisnota
Seyði af blóðbergi var notað sem læknislyf við kvefi og brjóst-
þyngslum. Blóðbergi var safnað að sumrinu og þurrkað móti sól,
ekki mátti það ofþorna svo að blöð brotnuðu. Þvínæst var það
látið í poka er var ekki mjög þétt ofinn, svo að alltaf gæti loftað
vel um það og þannig geymt yfir veturinn.
Seyði af horblöku, var notað sem læknislyf við nýrnasjúkdómum.
Horblökunni var safnað að sumrinu, soðin og seyðið geymt til
notkunar ef með þurfti, en best þótti seyðið af horblökunni
nýtekinni að sumrinu.
Fjallagrös, voru mikið notuð, meðal annars var seyði af fjalla-
grösum notað til lækninga við brjóstþyngslum og magakvillum,
19